Miðvikudagur, 25. febrúar 2009
Með kork og kút
Ég er aldeilis komin inn í sundkennsluna. Til að byrja með var ég frekar óörugg, og krakkarnir efins með mig því þau þekktu mig ekki. Ég var heldur ekki alveg viss um hvað ég ætti að gera... ég bókstaflega hoppaði út í djúpu laugina. Jæja í dag mætti ég rúmlega 8 í skólann en hafði ekki sund tíma fyrr en klukkan 10. Ég fór inn í Monkey class og tengdi form við eins form, svo hjálpaði ég Travis að byggja þyrlu og bjó til lest með Lennox, eftir það sat ég á gólfinu og tók á móti plast mat og drakk te með álfavængi og kórónu ásámt Yani, Aziza, Sonisa og Lyka. Loks varð klukkan 10 og ég fór í sund með Owl class. Það eru tvær litlar franskar stelpur sem hreinlega ELSKA að synda. Alice sem er rétt 2ja ára kafar á bólakaf og sækir dót sem sekkur á botninn. Lennox var fyrst frekar mikið hikandi við það að synda með mér, núna er hann fyrstur að rífa sig úr fötunum, hann segir líka að við þurfum að finna stærri laug, því hann er svo stór strákur að allt vatnið gusast upp úr þegar hann hoppar inn. Crystal, á aðeins 2 vikum fór hún úr því að segja Nei, ég kann ekki að gera þetta í að segja Kennslu kona, fröken Ena, ég get gert sjálf!. Leo vildi ekki sjá sundlaugina eða vatnið til að byrja með, ef ég hjálpa honum ekki í sundgallann fyrst verður hann smá móðgaður út í mig...þegar sundtíminn er búinn þvertekur hann fyrir það að koma upp úr. Tevint talar ekki stakt orð í ensku og er svo ferlega kitlin að það er varla hægt að fá hann til að synda, en hann elskar vatnið, stundum er ég reyndar ekki viss hvort hann sé spenntur eða hræddur. Satoshi tók strax ástfóstri við mig, hann kom í fyrsta skipti í dag með og var í björgunarvesti, með sundgleragu og með bát, við fórum fram og til baka um laugina á meðan ég lét stelpurnar kafa eftir dóti sem Mala (aðstoðarkonan mín) henti á botninn. Í dag var líka í fyrsta skipti sem ég var ein með eina aðstoðarmanneskju. Til að byrja með fór forstoðu konan með mér í laugina, og í síðustu viku stóð hún á bakkanum, en í dag var of mikið að gera hjá henni. En kennslan gékk vel. Mig langaði alltaf á sundnámskeið... núna kenni ég sundnámskeið og mig langar helst til að fara til Japan eða eitthvað og gera eitthvað skemmtilegt. Ég fer bara til Singapore... og í einhverjar ferðir um Kambódíu. Ég man samt eftir því að vera í sundkennslu í grunnskóla. Það var settur á okkur kútur og okkur réttur korkur og sagt syndið og kennarinn var á bakkanum. Ég er alltaf ofan í laugini með krökkunum og held undir bumbuna og hvet þau áfram eða syngjum lög til að haldast á floti. Það er líka mikið gaman að henda alskonar dóti, hoppa í gegnum húlla hring og synda eins og hvolpur til að sækja dótið.
Krakkarnir mínir á NACA hafa ekki haft ensku kennara frá því að ég fór til Íslands í Ágúst. Vegna mikilla anna hjá mér hef ég ekki getað kennt, en hef haft mikið samviskubit yfir því. Svo var ég að kaupa inneign og vatn í lítilli búð á lakeside, það var stelpa á undan mér sem ætlaði að kaupa þvottaefni en það voru bara til svo stórir pokar, þannig að ég benti henni á að nota bara sjampóið sitt og að það væri gott að vinda fötin inn í handklæði. Við fórum að tala saman... hún er ástfangin af Kambódíu og vill vera hérna í einhvern tíma og langaði alveg rosalega til að vera sjálfboðaliði á munaðarleysingjaheimili og núna er hún ensku kennari á NACA! Og kannski ætlum við að búa saman á meðan Justin er í burtu. Fyndið hvernig maður eignast vini hérna, það er allt svo random.. Svo þarf ég að finna tíma fyrir 25 börn hjá tannlækni. Það er NGO hérna sem býður upp á fría tannlækna þjónustu.
Á kvöldin ef ég þarf ekki að vinna verkefni eða lesa eða eitthvað fyrir skólann aðstoða ég Justin með vinnuna hans.
Ég er óbeint launaður starfsmaður hjá ANZRoyal.. Það er aðalega að fara í gegnum skjöl og setja þau í réttar möppur, og skoða tölur, hjálpa með verðbréfin hans... Best að eiga ekkert, þá er ekki hægt að tapa neinu!
Við héldum upp á konudaginn.. ég þurfti ekki að gera neitt nema að vera sæt allann daginn. Um kvöldið fórum við að borða steik, á leiðinni á veitingastaðinn týndi Justin bleik blóm í einhverjum nágrannagarði. Justin fannst það ekki nóg þannig að ég fékk RISA dollu af Jelly Belly Beans í gær. Ég er búin að horfa miklum löngunar augum á hana í 2 mánuði í Lucky en tímdi aldrei að punga út peningnum (keypti bara kjól í staðinn). Við héldum samt ekki upp á sprengi-, bollu- né öskudaginn..
Ég fer til Singapore í apríl að hitta Justin, flugin eru hallærislega ódýr, 144 usd return! Svo fann ég líka flug til Melbourne frá K.L. á aðeins 300 ástralska dali, það eru þá 400-450 usd fram og til baka! En flug til Japan, sem ég ætlaði að fara í nýársfríinu, kostar 1200 dollara! NEI takk! Ég þarf líka að fara til Bangkok að kjósa, verlsa og taka viðtöl við dömudrengi því það er ritgerðarefnið mitt í kynjafræðinni.
Jæja, ég ætla að halda áfram að skóla...
Athugasemdir
Ég hefði kannski átt að láta undan og sleppa því að fara með þig til Ísrael og leyfa þér að fara á sundnámskeið eins og þú stakkst upp á. En nískan stjórnaði, því ég var búin að kaupa miðana.
Mamma (IP-tala skráð) 25.2.2009 kl. 14:09
Hahah! Oh ég elska Kambódíu! Hvað ég myndi gefa mikið fyrir að vera þar í staðinn fyrir að vera hér í plöntulífeðlisfræði á mánudagsmorgnum.
Þér hefur aldeilis tekist að húsvenja mig! Ég er byrjuð að baka, og ekki nóg með það að baksturinn sé ætur hjá mér, ég var beðin um uppskriftina TVISVAR í dag :D
Rektu bara vinnukonurnar og ráddu mig í staðinn, ég lofa að nota ekki klór á fötin þín :)
Sara Kristín Finnbogadóttir (IP-tala skráð) 25.2.2009 kl. 20:55
Ætlaru svo að kenna mér að synda? :p
Inga! (IP-tala skráð) 26.2.2009 kl. 00:07
þú að kenna sund... I.. just.. can't
hehe :)
Guðrún (IP-tala skráð) 26.2.2009 kl. 09:13
hlakka til að koma í kennslu til þín :)
spíra (IP-tala skráð) 27.2.2009 kl. 10:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.