Sund, rómantík og frí

Góðann daginn..

það er nú ekki mikið búið að gerast síðustu vikur.

Ég er byrjuð að kenna sund, sem er rosalega gaman. Krakkarnir fjörugir og alveg óhræddir við vatnið.

Ég er hugsanlega komin með íbúð með 3 amerískum stelpum, ef/þegar Justin þarf að flytja.

Við erum bæði búin að vera veik, það var ekki gaman. Hiti og ógurlegir beinverkir, endalaus höfuðverkur, illt í húðinni og almennt máttleysi.

Þessi helgi fór í sólbað, sund, göngutúra um PPhen, eldamennsku, súkkulaði, nudd og kertaljós. Allt planað af Justin. Og núna erum við að fara að plana frí til Siem Reap og Sihanoukville.

Meira er það ekki..


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

aww þú lifir hinu ljúfa lífi, no doupt about it

hvenær ætliði í fríið?

var að komast að því að ég er í skólanum bara til lok apríl eða eikkað þannig að það tekur því ekki fyrir mig að koma í páskafríinu en ég get komið í maí

spíra (IP-tala skráð) 1.2.2009 kl. 11:57

2 identicon

Helvítis vesen eru þessi veikindi!

Gummi Kári (IP-tala skráð) 2.2.2009 kl. 08:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband