Mánudagur, 5. janúar 2009
Lok lok og læs og allt í stáli
Það er satt að fjörið endar aldrei hér í Kambódíu.. Ég fékk bráðabirgðaríbúð í dag. Sá sem leigir hana átti að flytja inn fyrir 3 mánuðum en ákvað að lána mér hana. Það hefur enginn búið hér í 3 eða 4 mánuði, svo að eftir að hafa komið töskunum mínum upp skúraði ég. Eftir skúringar ætlaði ég að athuga hvernig svalirnar eru, hvort að það væri mikið af leðurblökukúk og þess háttar. Nema hvað, þá skellist svala hurðin á eftir mér... og... ég var læst úti á svölum í rúmlega 4 klukkutíma!!
Ég fann einn opinn glugga, en að sjálfsögðu er öryggisgrind þannig að ég komst ekki inn. En ég náði að troða mér hálfri inn, ná taki á sófanum og toga hann með miklum erfiðleikum upp að glugganum og þá gat ég tekið pullurnar úr sófanum mjög varlega til að getað látið símann minn detta á akkúrat réttan staðs svo ég gæti náð honum. Jæja, þá ætlaði ég að hringja og biðja um hjálp. Engin inneign. Allt þetta erfiði sem tók meira en klukkutíma og mikil eymsli í viðbeininu og enginn möguleiki á hjálp.
Loksins kom einhver kona út til að sitja við sundlaugina, ég veifaði og kallaði en allt kom fyrir ekki, þar til loksins hætti allur hávaðinn á götunni. Hún hringdi í þann sem er að lána mér íbúðina sem kom að bjarga mér, henti fyrst 20 lyklum upp til mín, en enginn virkaði á svalahurðina. Eftir mikið brask og spekúleringar tókst honum að losa hengilásinn utan frá á aðalhurðinni minni og bjargaði mér.
Dagur sem átti að fara í að finna vinnu og íbúð fór í að hanga út i á svölum
Athugasemdir
Hahah, letinginn þinn - hangirðu bara úti á svölum allan daginn?!
Anna a.k.a. Shao Qi (IP-tala skráð) 6.1.2009 kl. 03:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.