Sprenging á Bamboo Island

Á gamlárskvöld varð sprenging á Bamboo Island sem er rétt fyrir utan strendur Sihanouk ville. Það var einhver sem kom með ólöglega sýningarflugelda á eyjuna. Eigendur gistiheimilisins sem er þar ásamt lögreglunni á eyjunni og hermenn sem voru þar höfðu bannað að það yrði kveikt í flugeldinum. Eftir því sem mér skilst var þetta stór terta. Það var einhver annar, en sá sem kom með flugeldinn, sem ákvað að kveikja í flugeldinum með þeim orsökum að flugeldurinn sprakk framan í 28 ára franskan grafískann hönnuð með þeim hörmulegu afleiðingum að hann flaug út í sjó. Hann missti andlitið, og það er óvíst hvort hann muni nokkurn tíman nota augun sín aftur. Ég þekki frakkann ekki, en vinir mínir gera það.
Vegna þess að það er lítið sem ekkert símasamband á Bamboo varð að hlaupa hinum megin á eyjuna til að biðja um bát til að koma manninum í land. Síðustu fregnir herma að hann er á gjörgæslu í Bangkok.
Svo ég vitni í Adelle sem sagði mér frá þessu núna áðan "there was just a big bomb, the fireworks didn't even go off".
Við vonum öll að honum batni sem fyrst.
mbl.is 61 látinn í Bangkok
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

holy shit, grey gaurinn! ferli hans sem grafískur hönnuður er allavegana lokið ef hann fær ekki sjónina

en hörmulegt

ég sveia bara fólki sem getur ekki hlýtt reglunum

spíra (IP-tala skráð) 4.1.2009 kl. 20:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband