Fyrsta önnin

JEIJ, ég er búin með mína fyrstu önn í háskóla, mér finnst ég vera svo fullorðin, byrjuð að drekka kaffi, búin með 1/6 af BA gráðu... núna er bara að skoða á hverju degi oft á dag til að sjá einkunnir þegar þær koma inn...vona að þær komi fljótt inn... annars fer ég bara og gef kennurunum mínum einn á túllann. :D

Prófin gengu bara ágætlega, hef aldrei skrifað eins mikla steypu í einni ritgerð og ég gerði í Forspjallsvísindunum. Og kínverskan var mun auðveldari en ég bjóst við.
Þá er bara að þvo af sér prófaslen, skella hafragraut í bumbuna, rífa upp freyðivínið, gefa skít í storminn og fara í teiti.

Jólafrí á morgun... það verður þó skamm líft, byrja eins og brjáluð að lesa allar barnabækurnar sem hafa verið gefnar út fyrir þessi jól á laugardaginn, verð að klára þetta sem fyrst, ég er byrjuð á nokkrum. en... Ekki mikið af krassandi, eða skemmtilegum bókum að koma út núna því miður. Nema endurútgáfurnar, Bangsímon og Pollyana.

Gleði gleði gleði....
Vinna, jól, taska, teiti, flúgja, lenda, íbúð, vinna, skóli


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég tel mig hafa fundið viðeigandi myndir af athugasemd minni:

http://msp134.photobucket.com/albums/q120/Emprox/party_hard.gif

http://lolcat.net/d/2241-2/party_hard_cat2.gif

http://i247.photobucket.com/albums/gg125/lasherccl/party-hard.jpg

http://i6.photobucket.com/albums/y205/Toshimaru/PartyHard.gif

Gummi Kári (IP-tala skráð) 12.12.2008 kl. 08:14

2 identicon

ja svei ekkert að gerast í barnabókageiranum? synd

kem kannski í bókabúðina til þín fyrir jól

veit ekkert hvað ég á að gefa neinum :S

spíra (IP-tala skráð) 12.12.2008 kl. 09:51

3 identicon

Verðuru að vinna á þorláksmessu? Mig vantar sárlega pappír og krullubönd! :D

Inga! (IP-tala skráð) 12.12.2008 kl. 19:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband