Sunnudagur, 7. desember 2008
Kaffi
"Sigurður tók líka dæmi af fólki sem bregzt hið versta við manni sem ryðst fram fyrir það í biðröð orðalaust, en helypir fram fyrir sig öðrum manni sem gefur þá skýringu á framhleypninni að hann sé með appelsínu í vasanum"
"að segja um það sem er að það sé er satt, og að segja að að sé ekki er ósatt: og að segja um það sem ekki er að það sé er ósatt og að segja að það sé ekki er satt"
"vísindi eru siðlaus"
"samtekin ræða á föstuformi"
"Ef hann er gyðingur segir maður að sjálfsögðu gefstu upp" ..."
"Ungi ameríski nemandinn hefur ekki virðingu fyrir neinu"
"Það er glæpur að hugsa um eitthvað án gagnrýninngar hugsunnar"
Það er stuð að læra undir próf!
Ég byrjaði að drekka kaffi í nótt... án mjólkurfroðu.. reyndar með súkkulaði útí, en ég meina, ég er ekki kaffidrykkjumanneskja svona yfirleitt, hef ekki drukkið neitt kaffi nema frappochino á starbucks, og þá er það náttúrulega með sírópi og súkkulaði bitum og mjólk og gervirjóma, þannig að þetta er stórt skref.. I'm growing up, og er nú orðin alvöru háskóla nemi.
Athugasemdir
Já það var þetta sem þú varst að gera áðan þegar þú varst að þykjast vera að læra beint fyrir framan nefið á mér :)
kaffið var helvíti gott... og ekki skaðaði súkkulaðið
Töfrar næst!
Hussband (IP-tala skráð) 7.12.2008 kl. 22:16
awww my little erna all grown up :P
mér líður hálf útundan, þar sem ég er ekki að drekka kaffi daginn út og inn.....ég held mér ekki einu sinni vakandi fram eftir yfir lærdómi
lífið er grunsamlega létt núna ;Þ
spíra (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 09:14
Aaaaaaaaaaaaw!
Aint that cute! Næst er það svart og helst urrandi!
AMIRITE?
Gummi Kári (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 08:40
Ég held ég hinkri með urrandi kaffi, ég er ennþá lítil stelpa í hjartanum mínu.
Afhverju er lífið létt? Spíra er nú bara beibí að drekka ekki kaffi... segi ég, nýbyrjuð á þeim ósið.
Að sjálfsögðu Stuðrún, mig langar í rautt naut, beyglu og GG! Núna, helst strax!
Erna Eiríksdóttir, 10.12.2008 kl. 15:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.