Próf

eina sem ég mun gera næstu 2 vikurnar er að læra fyrir þessu 2 próf sem ég er að fara í. Ég er reyndar heppin miðað við marga, að fara bara í 2 próf og að það sé gott bil á milli þeirra. Ég hef heyrt af þeim sem fara í 4 próf á 5 dögum. Líklega geranlegt í menntaskóla, en í háskóla? ég veit ekki.
Að skrifa blogg, skoða facebook, og allt annað eins og til dæmis að taka til í fataskápnum mínum er svo mun meira spennandi en að lesa þessi tákn í kínversku og heimspeki texta f. forspjalla vísindin. En ég fæ bráðum fyrstu einkunina mína, ég hlakka mikið til þess. Er búin að ná áfanganum, en ég vil að sjálfsögðu hærri enkun en það sem er komið, vantar ennþá 25%.
En, núna eftir að hafa lamið stelpu og fellt strák, sit ég í bás á bókhlöðunni að hlusta á Britney Spears og annað gæða popp, að mestu leiti frá Asíu... Audy og Chris Lee og SHE og Tata Young. Stuð!

Nú hefst mössun! óskið mér lukku um leið og ég óska öðrum nemum lukku og samúðar á þessum skemmtilegu tímum. Það verður æði að vera búin, 11 desember og fyrsta önnin mín í háskóla búin.

Þetta ár er búið að vera magnað, svo mikið er víst, Kambódía, Naca, Phan, Who Will, Advisor, teiti hart, Expat Advisory, spilling, kennsla, Mekong River, Sihanoukville, Siem Reap, Malasía, Thailand, Ísland, H.Í., Ísland í dag, DV, teiti hart, Ameríka, nærbuxur, fjármál, vinna, skóli,... gott að getað hugsað til góðra tíma í prófatörninni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú gleymir Améríku og nærbuxnakaupum

Mamma (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 16:47

2 Smámynd: Erna Eiríksdóttir

Hvernig gat ég eiginlega gleymt því? ...En er búin að laga það :D

Erna Eiríksdóttir, 1.12.2008 kl. 23:03

3 identicon

heyr heyr

um að gera að hugsa til góðra tíma á slæmum tímum :P

þakkir fyrir lukkuóskirnar og sömuleiðis bara

ég fer í eitt próf í áfanga sem tveir kennarar kenna og þeir eru ekki einu sinni sammála um gildi þess.

hún segir: verið nú dugleg að læra og skoða glósurnar ykkar og fara vel yfir

hann segir: ekki glósa, ekki lesa bara mæta, þetta próf er til þess að sjá hvort þið eruð algjörir fávitar eða ekki (hans orð í alvöru) það er svo létt

what to do?? ;) wahahahah

spíra (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 12:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband