Spilakvöld bankastjóranna

Það er alltaf gaman að halda spilakvöld, hitta góða vini og draga upp eitthvað spil eins og t.d. Monopoly..
Forstjórar bankana á Íslandi hafa spilað annars konar Monopoly eins og kemur fram í viðtali við Karlheinz Bellmann, Þjóðverjann sem kom hingað til lands eftir að hafa tapað 110.000 Evrum í dagblaðinu The Age frá Melbourne, Ástralíu.

"...just as the cynical reactions among Icelandic bank executives at the bar in the Grand Hotel: "Of course we played Monopoly with the country," they told me. "And we had fun. Most of the time it went fine."
( http://news.theage.com.au/business/icelanders-in-shock-after-global-crisis-20081121-6do9.html )
(Ísl: "...bitrir forstjórar bankanna á Íslandi sögðu á bar Grand Hótels "við spiluðum Monopoly með landið og höfðum gaman af því. Oftast fór allt á besta veg")
Mér er spurn, ætli þeir hafi verið með Monopoly spilið fyrir framan sig og hennt teningum og notað alvöru seðla?

Við komu Bellmanns kom fram í fjölmiðlum hér á landi að hann ætlaði ekki heim fyrr en að hann væri búinn að fá allt sitt sparifé til baka. Fjórum dögum síðar, eftir að hafa hitt Íslendinga í tárum yfir ástandinu hélt hann heim á leið. án sparifésins en þó með loforð um að það myndi skila sér á endanum, með því hugarfari um hvað væri hægt að gera fyrir okkar vesælu þjóð, sem átti allt.

Við ættum kannski að gera eins og í Kambódíu, taka upp erlendann gjaldmiðil, en halda krónunni sem klinki. Til þess að þetta fyrirkomulag virki þarf einhver spilltur og ríkur að dæla inn erlenda gjaldmiðlinum til að halda genginu alltaf á sama róli. Augljóst er að það hefur verið mikil spilling í fjármálaheimi Íslands, samanber að þeir hafi skemmt sér í "fjárhættuspilum" með peningana okkar, svo það ætti ekki að vera mikið mál að finna eins og einn íslenskann Hun Sen hér, ég er meira að segja með einn í huga, þó ég nefni engin nöfn.

Ætli við förum aftur í torfkofana? Það er ekki nema rétt rúm öld síðan við skriðum úr þeim al-lúsug, í skítugum rifnum görmum, með keytu í hárinu, að slepja dauðann úr skelinni, og nú er sykur að verða munaðarvara. Við hreinlega risum of hátt alltof hratt.

Ísland bezt í heimi?


mbl.is Ekki að setja sig í neyðarsnöru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Taka upp erlendann gjaldmiðil? Er fólk snar??

Gummi Kári (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 09:26

2 identicon

ég á sykur ligga ligga lái :)

Lena :) (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 04:04

3 identicon

Hey! Eg verd komin i taeka tid og er med sma varning handa ter lika... ;) Hvert a ad fara nuna? Melbs?

sara (IP-tala skráð) 28.11.2008 kl. 18:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband