Lífið á Íslandi

Það var verið að skamma mig fyrir að blogga ekki, fleiri en einn meira að segja. Jæja, það er bara ekki svo mikið sem gerist á Íslandi, og lífið er ekkert sérlega spennandi hérna.

Ég fékk átta fyrir fyrstu háskólaritgerðina mína, ekki slæmt það.

Mér tókst að æfa 5 sinnum á rúmlega sólarhring, 2x í ræktina, 2x út að hlaupa og 1x að synda í Laugardalslaug. Og nei það var enginn sem tók mynd af því þegar ég fór út að hlaupa eða að synda, þannig að þið verðið bara að trúa mér.

Ég held ég sé með ofnæmi fyrir nammi og ávöxtum. Ég og mamma keyptum okkur að sjálfsögðu nammi á laugardaginn, og ég hætti hreinlega ekki að hnerra, sama gerðist þegar ég var að borða banana í gær og í dag og epli í morgun.

Það er kalt. Sólin rís seint á morgnanna og sest snemma á eftirmiðdaginn... það er kominn vetur.

Ég ætti að vera að vinna í heimildavinnu fyrir næstu ritgerð... en stundum nenni ég því als ekki. Þannig að ég ákvað að kippa þessu bloggleysi í lag.

En já... það er ekkert sérlega mikið að gerast þessa dagana, jú ég fór í bíó með Guðrúnu í gærkvöldi eftir að hafa verið á hlöðunni að læra í 6 klukkutíma með einni pásu til að borða eitthvað. Við sáum Burn after reading, hún er frábær! Magnaðir karakterar og sprenghlæjileg, ekki að maður læri neitt af henni..

Jæja, best að halda áfram.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

nenna ekki heimildaritgerð? kannast við það :P

ofnæmi fyrir ávöxtum? bara allt í einu? þá myndi ég nú enda líf mitt. er nú þegar búin að fórna skyri.

og já það er vetur....ég kemst varla framúr á morgnanna sem endar með því að ég sef á daginn

(svaf í dag frá hálf eitt til hálf fimm.......held það sé eitthvað virkilega mikið að mér)

ooog gaman að fá dóm um burn after readind.....er búin að vera pæla svolítið lengi í því hvort ég eigi að láta verða af því að sjá hana.

oooog ég verð að komast út að hreyfa mig.....held að þess vegna ég þurfi að sofa svona mikið, orkan fer ekki í neitt annað oO meikaði þetta eitthvað sens?? hahaha bullumbulli

spíra (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 20:55

2 identicon

Húrra fyrir bloggi! :D

Inga! (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 16:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband