Boðsmiðar og lúxus.

Bankamaðurinn minn fékk boðsmiða fyrir okkur á kappaksturinn í Singapore. Stúku sæti með nokkrum af helstu bankastjórum og stjórnarformönnum Asíu og Eyjaálfu. Ekki amalegt það... Hefði verið mjög gott að byggja sambönd og kynna hjálparstarfsfélögin mín. Ég hefði ekki mikið á móti því að fljúga frá "Phen" á fyrsta farrými til að fara á kappakstur, þó ekki nema rétt rúmlega klukkutímaflug. Ekki nóg með það, heldur fylgdi miðunum gisting á Sentosa, sem er resort island-ið í Singapore. Auðvitað hefði ég þurft að fara að versla á Orchard rd., sem sjálfboðaliði í Kambódíu var ég ekki mikið í því að ganga í fínum fötum, ekki væri hægt að vera í skítugu gallabuxunum mínum með jakkafataklæddum karlmönnum. Ætli ég hefði þurft að vera með hatt? Gera bankamannakonur það ekki í kokkteil boðum? Kannski er það bara þegar þau skella sér á veðreiðarnar.

En... í staðin kúri ég með námsbókum á Íslandi og bölva veðrinu í sand og ösku.

Það eru pottþétt allir sem ég þekkja að hrista hausinn núna, Erna horfa á F1? ALDREI.. Aldrei segja Aldrei, hefði alveg getað verið gaman, með kampavíninu.


mbl.is Mót ársins um helgina?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

tjah....ótrúlegri hlutir hafa gerst ;)

spíra (IP-tala skráð) 26.9.2008 kl. 17:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband