Mánudagur, 15. september 2008
Spítalar
Ekki hef ég verið það heppin/óheppin að vera á spítala í Thailandi, en hef verið á spítölum óþarflega mikið í Indónesíu og Kambódíu.
Annars var mér hugsað til stórs skiltis sem er á Koh Phangan, þar sem það er ungur maður í spítalarúmi og ung dama situr hjá honum. Ágiskun okkar Justins var að parið á myndinni hafi verið í Full Moon Party / Half Moon Party / Black Moon Party / You can see the moon Party, drukkið allt of mikið, bæði af áfengi og sveppasjeik, endað í kynlífssvalli og öðrum skemmtunum. Að sjálfsögðu hefur þurft að dæla uppúr þeim og gefa þeim alskonar fúkkalyf fyrir kynsjúkdómum, nú eða einhverjum pöddum sem hafa skriðið inn í þau þar sem þau lágu nakin í brennivínsdauða á ströndinni.
Annars hafa þeir spítalar sem ég hef þurft að fara á í SA-Asíu ekki verið neitt sérstakir. Mér er minnistætt þegar ég var með magabólgur og garnaflækju og matareitranir og það var farið með mig upp á bráðamótöku í Bogor. Skítugir villikettir að ráfa um biðstofuna, laufblöð og rusl fuku inn um dyrnar. Ég var leidd að óhreinum bedda með nokkrum þornuðum blóðblettum í lakinu, yfir mig var breytt skítugt sarong og svo kom læknirinn. Hann var ekki í hvítum læknaslopp, eða neinu sem gaf til kynna að hann væri læknir og bograði yfir mér með sígarettu í kjaftinum. Setti ekki á sig gúmmíhanska þegar hann fór að pota í bumbuna mína. Mér leið bara verr á að vera á spítalanum, tók við enn fleiri lyfjum, var á 11 þegar ég var sem verst, og heimtaði að fara heim. Þegar mamah fékk krabbamein, fekk hún reyndar hreint herbergi til að jafna sig í eftir aðgerðina, en það var nú ekkert sérstakt.
Eða þau ófáu skipti sem ég varð að fara á Calmette Hospital í Phnom Penh. Það var erfitt að fá niðurstöður án þess að múta, allt kostar peninga ofan á peningana. Þegar Phan var að jafna sig eftir hjartaáfallið var hún í herbergi með 10 öðrum, 3 viftur, einn opinn gluggi og skítugt rúm. Það var víst úti bú af Bangkok Hospital fyrir ofan skrifstofu Malaysian Air, og annar spítali á Hotel Cambodiana, en það var bara okur og aðeins hreinna. Annars er spítaladvöl í Kambódíu óþarflega dýr, það eru reyndar fríir barnaspítalar sem útlendingar hafa sett upp, en útaf því að það er svo dýrt að vera á spítala er hægt að kaupa drip í æð bara úti í næsta apóteki, og svo tekurðu bara pokann með þér hvert sem þú þarft að fara, alltaf jafn sérstakt að sjá fjölskyluldu á mótórhjóli með veikt barn og halda uppi pokanum, með 2 - 3 börn í fanginu og grjónapoka á milli fótana á keyraranum. Einu sinni þegar ég var með flensu í Kambódíu og mætti á NACA var náð í einhvern gamlann kall sem átti koparpening, svo var ég smurð á bakinu með Tigerbalm og littli kallinn, sem leit ekki út fyrir að geta slegið flugu, svo kraftlítill leit hann út fyrir að vera, skrapaði mig alla á bakinu, til að koma vanheilsu minni út um rispurnar sem mynduðust. Þetta var líka gert við mig í Indonesiu. Þetta er VONT!
Mér skillst þó að heilsukerfið í Thailandi sé ansi gott, ef einhverjir af ANZ vinum mínum verða veikir verður annað hvort flogið með þá til Thailands eða Singapore, flestir vilja nú frekar neyðast til að fara til Singapore. Ef eitthvað hefði gerst fyrir mig hefði ég pottþétt farið til Singapore, ég þekki líka fleiri í Singapore heldur en í Bangkok.
En afhverju er alltaf sama lyktin á spítölum?
Til Taílands á sjúkrahús | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Eg for naestum tvi lika ad grata tegar eg var ad lesa faersluna um kvedjurnar a NACA. Eg hitti tau nu bara tvisvar en var samt onyt tegar eg turfti ad kvedja tau.
Sara (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 04:22
Bankok Hospital í Pattaya stendur fullkomlega undir nafni, frábær þjónusta tandur hrein og matur og ávextir bornir í menn hraðar enn hægt er að torga, Islendingar gætu lært margt um sjúkrahúsrekstur þar,en það er annar spítali í Pattaya þar sem þeir innfæddu sögðu að menn færu bara á til að deyja.
Svavar Guðnason, 16.9.2008 kl. 12:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.