Sunnudagur, 7. september 2008
Ísland..
bezt í heimi? æji ég veit það ekki. Þetta er nú alveg búið að vera ágætt. Teiti hart, skóli, strætó og vinna. Ég veit samt um fullt af skemmtilegri stöðum til að búa á heldur en þetta kalda land.
Námið virkar mjög áhugavert, og kennararnir mínir fínir.
Vinnan er sú sama. Ekkert frá sögu færandi úr bóksölu bransanum. Nema það að ég hef verið við vinnu on and off í bókabúðum í 7 ár! Jú eitt alveg stórkostlega fyndið gerðist.
Ég var að afgreiða Ástrala sem spurði mig hvaðan í Melbourne ég kæmi og hvað ég væri að gera á Íslandi. Ég væri ekki eins sátt hefði hann spurt hvaðan í Northern Territory ég væri frá, því ég er ekki a bit larry eða bogan.
Mér finnst allir í kringum mig tala um hvað tíminn líður hratt hérna, mér finnst vera liðinn meira en mánuður síðan ég kom aftur, en það eru bara komnir 10 dagar. Tíminn í Phnom Penh leið óþarflega hratt, ég vaknaði á mánudegi og það var föstudagur. Ohhh Phnom Penh. Mér er sagt að Elsewhere hafi verið ömurlegt síðasta föstudag. Justin gerði meira að segja drekkanlega drykki.
Jæja, þýðir ekki að velta sér upp úr þessu, ég verð að make the best out of my situation.
Best að gera heimavinnuna mína.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Lífstíll | Facebook
Athugasemdir
hehe elskan mín ef ég þekki þig rétt verðuru farin aftur eitthvert lengst útí buska áður en ég get sagt broomstick afturábak á khmer :P
hey svo láta mig vita þegar viðtölin þín koma út :D
spíra (IP-tala skráð) 8.9.2008 kl. 18:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.