Föstudagur, 29. ágúst 2008
Furðulegt allt saman.
Á mánudaginn var síðasti heili dagurinn minn í Phnom Penh, þriðjudaginn var ég að kveðja á flugvellinum, á miðvikudaginn kom ég heim, í gær fór ég að fá vaktaplanið í BMM, í dag byrjaði ég í Austur Asíufræðum í Háskólanum.
En já.. það var rosalega erfitt að kveðja, sérstaklega á NACA. Fyrst var barist um að fá að borða hrísgrjón með mér. Í kambódíu ef einhver biður þig um að "nyam bai ai khnyom" (borða grjón með mér) þá er það argasti dónaskapur að neita grjónaátinu. Þannig að ég sat bara í miðjum hringnum til að geta borðað með öllum. Það voru hrísgrjón, vatnakál, fiskur, hvítlaukur, chili og spræt. Eftir matinn gáfu þau mér gjafir, silki slæðu og spegil og origami hjörtu og certificate um vinnu mína. Ég átti að halda ræðu til að kveðja krakkana. Mér tókst að lesa 10 orð og var þá farin að hágráta. Phan kom þá og hélt í höndina mína og reyndi að hugga mig. Krakkarnir fóru flestir líka að gráta, allavega þau sem skildu hvað var í gangi. Eftir ræðuna sat ég á gólfinu með krökkunum og reyndi að þurka öll tárin og halda í sem flestar hendur. David fannst þetta mjög fyndið, við værum bara smábörn að gráta svona, hann er náttúrulega bara eitthvað um 3ja ára. Phan hvíslaði þá að honum að ég væri að fara og kæmi ekki aftur daginn eftir eða daginn þar á eftir, ekki fyrr en eftir langann tíma. Þá brutust út rosalega hræðslu og reiði og sorgar öskur frá David, hann fleygði sér yfir hópinn og lenti sem betur fer í fanginu á mér þar sem hann snýti sér í bolinn minn.
Eftir að stóru tárin voru búin var ég reyst á fætur og sett fyrir framan Phan og Sovang. Sovang hélt þá ræðu þar sem mér var þakkað fyirr að hafa verið með þeim í meira en hálft ár, venjulega koma sjálfboðaliðar bara í viku-mánuð. Hann sagðist aldrei hafa átt dóttur, og þau Phan hafi lengi dreymt um að eiga dóttur, eftir að hafa kynnst mér álíta þau mig sem dóttur sína. Auðvitað hélt ég áfram að gráta yfir þessum orðum.
Reach þakkaði mér líka kærlega fyrir og vonar að ég komi sem fyrst aftur, því við vinnum svo vel saman.
Eftir að kveðju partíið á NACA var búið, og komið langt yfir háttatíma krakkana var farið á Liquid. Mig langaði í eitt stykki bjór og áhyggjulausann félagsskap áður en ég færi heim að sofa. Nei... 4 tímum seinna var ég ásamt Justin og Oliver dansandi við ladyboys og hórur á einum alræmdasta girliebar Phnom Penh. En mikil ósköp var gaman.
Síðastu helginni var svo eytt á Sokha beach eins og áður hefur komið fram. Sem var algjör draumur og svo afslappandi. Akkúrat það sem við þruftum.
Síðasta daginn minn ákvað ég að fara í nudd. Nuddstofan, Amara, sem ég fór alltaf á gaf mér kveðjugjöf. Þegar ég er farin að syngja með khmer popp lögum á skemmtistöðum og nuddstofa gefur mér kveðjugjöf er ég þá búin að vera of lengi í Phnom Penh? Neih það finnst mér ekki.
Svo var bara pakkað, auðvitað gleymdi ég einhverju og tók vitlausann myndavélakapal með mér. En öll búslóðin mín var 18 kíló! Og það var með slatta af tímaritum, The Advisor, og nóg af bókum.
Já...ótrulegt hvað tíminn hefur flogið hratt!
Teiti Hart í kvöld. Best að fagan ýmsum tímamótum í lífi mínu.
Heimkoma, þriðji í ammæli, skólastelpa, byrjuð að nota aftur lokaða skó og sokka.
Athugasemdir
hehe... mín var 39 kíló :p
Inga! (IP-tala skráð) 29.8.2008 kl. 19:52
Ha hvar er partý, ég vill partý afhverju ertu ekki með númerið þitt ennþá
gulli!
gulli (IP-tala skráð) 29.8.2008 kl. 21:22
ég vill bara þakka fyrir mig. ég hef fylgst með þér núna í langan tíma (já ég veit, dóni að hafa aldrei kvittað) og hef haft mjög gaman af skrifum þínum, allt ekkert smá spennandi og flott starf sem þú hefur unnið þarna. mig dreymir einmitt um að gera eitthvað svipað í afríku. gangi þér vel í skólanum.
Bestu kveðjur Elísabet ókunnug
ókunnug,,, (IP-tala skráð) 1.9.2008 kl. 22:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.