Hvernig veistu að...

þú býrð í þróunnarríki?

Meðleigjandinn segir að þegar það er ekki hægt að fá tandoori kjúkkling og grænmeti og masala í morgunmat klukkan 10 mætti halda að við byggjum í þróunnarlandi.

Hvernig veistu að þú býrð í þróunnarlandi í Suðaustur Asíu:
Það eru um það bil 30 leigubílar í höfuðborginni, í landi þar sem búa c.a. 14 milljónir.
Allir fara leiðar sinnar á mótorhjóli, hvort sem það sé eigið hjól eða motodop, eða með cyclo eða tuktuk.
Að vera feitur er frábært.
Að vera hvítur er toppurinn á tilverunni.
Að borga meira en 5 dollara í hádegismat er fáranlegt.
Þegar það er farið í Go-kart spyr eigandinn hvort þú hafir keyrt áður, alveg sama hvort það sé bíll eða hjólbörur, og hvort þú viljir hafa hjálm.
Bensín er selt í stórum kók glerflöskum, á sama götuhorni er hægt að fá grillaðann kjúkkling og nýja sandala.
Það eru berrössuð börn útúm allt.
Fólk pissar þar sem það stendur, í Kambódíu er Public Display of Personal Hygiene (PDPH) í hávegum haft. Flott að hafa langar neglur til að bora í nefið með eða klóra á skyggðum svæðum líkamans.
Að sjá bara tvær manneskjur á mótorhjóli er óvenjulegt. Venjulega eru það 3-7 á einu hjóli.
Það lyktar allt eins og rusl, chili, hrísgrjón, te og jasmín.
Hvítunnarkermsprufur í súpermarkaðnum, ég fæ oft prufur gefins, mér finnst það mjög fyndið.
það er ekki hægt að kaupa sápu eða krem eða svitalyktareyði nema með hvítunnarmátti.
Annað hvort er mjög heitt, eða RISA rigning.
Maturinn er svo ferskur að kjúkklingnum er slátrað fyrir framan þig, fiskurinn hoppar og skoppar útum allt þar til hann rotast og krabbinn klípur þig í nefið.
Bjór er seldur á herstöðinni þar sem hægt er að fá að skjóta úr byssum, þar eru hermennirnir sofandi við hliðið, strákar hoppa yfir vegginn og flestir eru bara blindfullir eða eld gamlir. Á herstöðinni færðu menu fyrir byssur og skotmörk (kjúkkling, gæs, kallkún, belju, spítu)
Þú situr inni á tiltölulega fínu kaffihúsi að skrifa á tölvuna þína, það er rigning og grátt úti. Þú gætir verið hvar sem er í heiminum..allt í einu labbar fíll framhjá.

þú sért strákur:
go-kart og að skjóta úr AK47 og bjór er fullkominn laugardagur.
Það er frábært að fá drullupoll í andlitið þegar go-kart brautin er rennanblaut í grenjandi rigningu.
Það er ömurlegt að tapa fyrir 22ja ára stelpu í go-karti. (já ég vann!!)
Fullkominn sunnudagur er: djúpsteiktur kjúkklingur, Die Hard og Top Gun á nærbuxunum.
Það besta við stelpur: þegar þær geta ekki klárað matinn sinn.

Þú ert ég:
þú býrð í Kambódíu.
Af einhverri dularfulli ástæðu áttu eiginlega bara strákavini, þar sem það eru víst 5 stelpur á hvern einn karlmann í borginn. Ég hef hinsvegar 10 karlmenn í kringum mig...mjög áhugavert.
Það er asnalegt að borga meira en 4 dollara í hádegismat.
Þú átt 26 gullfalleg börn.

Allavega..
Allt gott að frétta, átti góða helgi þrátt fyrir að fara ekki á ströndina, héldum aftur upp á Man-Day, Go-kart, byssur, bjór, þrjú kveðjupartí, það eru eiginlega bara allir að fara. Aumingja meðleigjandinn, hann verður bara aleinn eftir nokkrar vikur.
Ég ætlaði að hitta Charlie í einn drykk á laugardagskvöldinu og fara snemma að sofa, allt í einu var klukkan orðin 4, síðasti emotions leikurinn spilaður, það er svo gaman að leika emotions, drukkum The Erna, Justin bjó til verstu drykki í heimi, engin ROSApulsa til í pulsuvagninum, urðum að búa til dumplinga í staðinn.

Ætti ég að týna vegabréfinu mínu og bakpokanum mínum og flugmiðunum mínum vera hérna áfram? Eða horfast í augu við þetta og byrja að pakka?

Hvíldarstundin er búin...krakkarnir bíða óþreyjufullir eftir næstu Disney mynd... spurning hvað það ætti að vera.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

4 dollarar?

kjaftæði hehe

ef ég þekki ernu rétt þá eru það í mesta lagi 2 ;)

lof bara smá stríð 

Hussband (IP-tala skráð) 18.8.2008 kl. 15:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband