Fimmtudagur, 14. ágúst 2008
Með tárin í augunum.
Phan er öll að koma til. Er komin heim af spítalanum en er ekki orku mikil. Eg vildi að það væri meira sem ég get gert fyrir hana. Krakkarnir mínir eru voða góðir við Phan, mata hana og hjálpa henni með að drekka og leika sér mest úti svo að hún fái ró og næði, upp að vissu marki, 26 börn búa til mikil læti.
Við erum komin með 13 börn á Who Will. Við viljum taka við fleiri börnum, en það er hreinlega ekki pláss í pínu litla húsinu okkar. Nágrannarnir í hverfinu, sem er eitt fátækasta svæðið í Phnom Penh, hafa séð hvað við erum að gera fyrir samfélagið þeirra og eru okkur ótrúlega þakklát. Á einhver ótrúlegann hátt ætla þau að safna peningum til að láta gera við veginn að húsinu, vegurinn er í rauninni bara drullupollur, í þakklætisskyni við okkur.
Jane fór að sækja börnin, að sjálfsögðu kom hún með of mörg en talað var um í upphafi, hún sagðist ætla að koma með 5 eða 6 börn, kom með 9 börn sem voru skemmtilega bílveik :) Ef við mættum ráða hefði Jane komið með öll börnin úr þorpunum sem hún fór í.. Börnin sem voru sótt koma úr svo mikilli fátækt að ég fór eiginlega að gráta á fundi Who Will í gær. Ein mamman sem leyfði okkur að gefa strákunum sínum betri framtíð vildi gefa þeim 100 riel (0.025 cent) hvorum í spending money á leiðinni til Phnom Penh, en hún átti þau ekki til. Af börnunum sem Jane kom með voru aðeins 2 sem eiga föt til skiptana.
Af 13 börnum eru aðeins 2 sem eiga báða foreldra ennþá á lífi, en þau búa ekki endilega saman. Það átti að henda 3 systkinum út, móðirsystir þeirra hugsaði um börnin en var búin að fá nóg. Mamma þeirra stakk af með öðrum manni fyrir 4 árum, pabbinn býr líka með móðursysturinni, en hann er ekki með vinnu.
Hér eru reglur barnanna sem búa hjá Who Will:
- not to spit
- to blow their noses using toilet paper
- to help each other and Srey Neang (caretaker-inn okkar)
- to throw garbage in one place
- to take care of their things.
Fjármögnunin gengur...svona...það versta við þá vinnu er að ég fæ eintóm nei, alveg sama frá hvaða land ég er að sækja um styrk. Það er þó skárra að fá nei heldur en ekkert svar, þá veit ég alla vega að pósturinn minn hefur verið lesinn. Mig langar svo mikið að eiga næga peninga til að getað byggt allt barnaþorpið. En ég á ekki einu sinni fyrir heilu húsi.
Engin strandarferð, því ekki langar mig til þess að fara ein. Justin og allir þurfa að vinna um helgar núna til að klára að búa til bankann.
Leðurblökurnar eru hættar að kúka á svalirnar mínar
Bráðum er kveðjupartý með stórum tárum á NACA, stóru tárin eru reyndar þegar komin..
Ég fer bráðum að pakka.
Skólinn byrjar eftir tæplega þrjár vikur.
Það er japanskt partí á frönskum stað á morgun í Kambódíu, Íslendingurinn ég ætla þangað með Áströlum, Bretum, Kiwi og Vietnama. Kannski ég drekki kínverskan bjór eða vín frá Chile. Alþjóðlegheitin alveg að fara með mig.
Þetta er óformlegt kveðjuteiti sem vinur minn er að skipuleggja.
Akkúrat núna sit ég á frönsku kaffihúsi með amerískum túristum og kóreiskum business mönnum að stelast til að skrifa blogg á íslensku, ég ætti að vera að undirbúa tvö próf, skrifa fundargerð og fara með lykla meðleigjandans á skrifstofuna hans, en ég ætla bara að reyna að vera komin heim á sama tíma og hann, nenni ekki að fara útí hinn enda borgarinnar í tvær mínótur í hádegis hitanum, það eru líka stór ský sem hóta RISA regni, festist í þannig um daginn, ég varð blautari en sjórinn á 5 sekóndum.
Bráðum vakna krakkarnir, það er alltaf blundur frá 12-15, þá fer ég að fá mér að borða og vinna að öðrum verkefnum.
Athugasemdir
að hugsa sér að allur þessi tími skuli bráðum vera liðinn og þú komin aftur á klakann
allt sem þú ert búin að gera þarna úti
þetta er efni í kastljósið sko ;)
spira (IP-tala skráð) 14.8.2008 kl. 13:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.