Laugardagur, 9. ágúst 2008
Einu sinni..
var ég og Sigrún fastar í lest í fleiri fleiri klukkutíma. Ferðin frá Nanning til Shanghai átti að vera 28-30 klukkutímar, við áttum að koma snemma um morguninn. Komumst loksins út úr lestinni eftir 16 tíma seinkun, og okkur var sagt að það væri enginn matar vagn, málið var að við máttum ekki fara þangað. Það var enginn sem gat sagt okkur neitt, eða vitað hvort eða hvenær við myndum loksins koma til Shanghai.
Þegar við Justin fórum til Thailands sváfum við aðeins yfir okkur, en vorum samt mætt á flugvöllinn 50 mínótum fyrri brottför, allavega tímann sem stóð á flugmiðanum mínum. Air Asia ákvað að flýta fluginu, ekki bara um 10 mínótur heldur 45 mínótur, ef Phirom (bílstjóra bjáninn sem keyrir hægar heldur en skjaldbaka) hefði verið mínótu lengur á leiðinni hefðum við mist af vélinni. Góði maðurinn með rauða bindið lét vélina bíða, allir farþegarnir í vélini horfðu á okkur með illum augum þegar við hlupum um borð.
Þegar við flugum frá Koh Samui sátum við föst í vélinni í nokkra klukkutíma, afþví að það var ekki hægt að starta vélinni! Að sjálfsögðu sagði Bangkok Air okkur ekki baun. Bara "We're sorry for the inconvenience, there is something wrong with the plane, we´ll get going as soon as possible."
Ætti ég að fara í mál við lestina? Eða Air Asia? Eða Bangkok Air? Held ekki.
Þegar Justin og Bridie fóru til Bangkok fór vélin klukkutíma of snemma! Um helmingur farþega missti af því flugi og þurftu þar að leiðandi að kaupa nýjann miða!
Annars þá hef ég fengið SMS frá Iceland Express þegar það var seinkun á fluginu mínu til London. Það var ágætt, fékk að sofa aðeins lengur.
Þegar ég var á leiðinn i heim frá Malasíu eftir að vinna í Kuala Lumpur var seinkun á fluginu frá London. Man nú ekki hvað lengi, að sjálfsögðu vissi enginn neitt.
Allavega, stundum hreinlega bila tækin. Ekkert við því að gera, jújú það er pirrandi. Ekki eins og tækin segi til um hvað þau verði lengi biluð! Frekar vil ég vera föst á flugvelli á meðan það er gert við vélina heldur en að mér sé flýtt um borð! Eins og málshátturinn segir, betra er seint en aldrei.
Það er þó allavega eitthvað hægt að gera á Kastrup, ekki mikið um að vera á Hard Sleeper farrými í kínverskri lest. Hvað þá á flugvellinum í Yogja þar sem ég sat einu sinni föst í marga klukkutíma. Hins vegar er allt í lagi að vera föst í tuktuk í Phnom Penh, alltaf eitthvað að gerast í kringum mig, og sölumanneskja með snakk á hausnum kemur pottþétt að selja mér engisprettur og kakkalakka, jafnvel steiktar núðlur.
Jæja, við erum að fara í Go-Kart, það er Man-Day í dag, ég fæ að vera karlmaður í dag. Eftir kappaksturinn ætla þeir að skjóta úr byssum, finna sóðalegann mat, hugsanlega meat on stick, me man eat meat. Svo förum við á khmer kick boxing keppni, dýrustu miðarnir eru á 4 dollara, og það eru frægir (local ekki international frægir) menn að keppa. Ég er ekki nógu mikill maður til að muna hvað þeir heita, ég er með maskara.
Vona að ég fái ekki bilaða Go-Kart-inn eins og síðast.
Fjöldi farþega Iceland Express bíður í Kaupmannahöfn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já frekar vil ég bíða á flugvellinum og þakka mínum sæla að upp komst um bilunina í vélinni ÁÐUR en hún fór í loftið!!
Guðbjörg (IP-tala skráð) 9.8.2008 kl. 07:42
Gaman að heyra í þér krútta :)
"EKKI SEGJA MÉR ÞAÐ" !!!!
hahahahaha....
Elska þig :)
Lena :) (IP-tala skráð) 10.8.2008 kl. 18:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.