Susadei bong.

Það hafa verið smá erfiðleikar á NACA upp á síðkastið. Systkinin Rotna, Suomsoup, Rothnak voru send í burtu frá okkur. Rotna stal síma af ferðamanni sem kom í heimsókn hann sagðist hafa fundið hann á gólfinu og spilað leik í símanum og gleymt að skila honum, síminn var í lokuðum vasa í tösku ferðamannsins, Suomsoup stal 35 dollurum af einni ömmuni sem býr með krökkunum og Rothnak stal 10 dollurum af Srey Phounm (ein af eldri stelpunum). Mikið uppnám hefur verið útaf þessu, als konar fundir verið haldnir, og núna er mikið passað upp á að ég skilji ekki símann minn eða myndavélina eftir hvar sem er eins og ég hef gert síðast liðna mánuði og ef ég gleymi að loka töskunni minni kemur Phan (sú sem rekur NACA), Chamrouen, Vy eða Srey Vouch og láta mig fara í gegnum allt og hjálpa mér svo með rennilásinn.
Raquel, sem vinnur fyrir spænska NGO-ið sem styrkir NACA kennir Reach um þetta af því að hann er administrator-inn á NACA. Þetta er náttúrulega ekkert honum að kenna. Raquel er frekar furðuleg, krakkarnir eru veikir, allt Reach að kenna, einhver dettur og rífur buxurnar sínar þannig að það þarf að kaupa nýjar buxur allt Reach að kenna. Hún sakaði mig líka um að vinna á NACA á röngum/gruggum forsendum! Eins og ég ætli að búa til barnaher, eða stela peningum!!
Núna eru aðeins 24 krakkar eftir á NACA.
Samt alltaf jafn mikið að gera þar, sérstaklega núna þar sem krakkarnir eru í skólafríi frá almennings skólanum. EAC school (góður ensku skóli í PP, ástralskur kennari styrkir 5 barnana til að fara í, þau tóku öll inntökupróf, hún valdi ekki 5 uppáhlads) er hins vegar ekki á þeim buxunum að fara í frí. Svo að það er aldrei róleg stund á NACA þessa dagana, nema þegar þau fá sér blund. Þau hafa verið dugleg að horfa á Disney myndir, það brjótast alltaf út mikil fagnaðarlæti þegar ég kem með nýja myndir. Í miklu uppáhaldi er Fríða og Dýrið (líklega af því að það er mín uppáhalds mynd), þar á eftir er Öskubuska og Finding Nemo. Dvergarnir í Mjallhvíti þóttu líka ansi skondnir. Ég leyfi nú ekki sjónvarpsgláp á hverjum degi. En það er búin að vera rigning og leiðindi þannig að það er ekki hægt að fara út í fótbolta eða hakkí sak með badminton fjöður. Þannig að eftir hádegismat og enskutíma, áður en við leggjum okkur er stundum sett diskur í tækið, eða á eftir að við borðum kvöldmat. Það er voða gott að liggja undir teppi á bambusmottum á skítugu gólfinu að horfa á prinsessu og hetju myndir í regninu með 10 börn í fanginu.

Næstu helgi ætla ég að reyna að fara með þau í Phnom Penh Water Park. Vinir mínir og meðleigjandans hafa boðist til að koma með. Gott að safna slatta af fólki, því það er ekki auðvelt að vera ein með þau og fylgjast með 24 ósyndum börnum í vatnsleikjagarði!

Annars eru sum þeirra yngri farin að kalla mig Mama Erna, oftast er ég kölluð sister, Sou Savang (eigandinn) skammar þau reyndar ef þau gera það í kennslutíma, þá á að kalla mig Miss Erna eða Teacher, mér er alveg sama, á meðan þau fylgjast með.
Tika (ein af þeim elstu) segir mér alskonar sögur á khmer, ég skil svona helminginn af því sem hún segir, og þegar ég svara henni á khmer flissa allir alveg rosalega og endurtaka orðin sem ég segji, þeim finnst þetta alveg kostulegt. Nema þegar ég segji snjíp snjabp, uppi verður fótur og fit þegar ég þruma tomtom/diktikt dá rjín daódaóþ
Meðleigjandinn heldur að hann kunni meira en ég í khmer (hann fór til einkakennara) en ég hef betri framburð. Um daginn vorum við í tuktuk að þræta um hvernig við ættum að segja já. Það er nefninlega ekki eins fyrir karlmenn og konur. Ég segji djaah, en hann segir baah, en nei er eins fyrir bæði kynin, ohdei. Grey keyrarinn vissi ekkert hvað var í gangi, okkur fannst þetta að sjálfsögðu óstjórnlega fyndið.
Annars er Khmer ansi skemmtileg tungumál. Mjög mikið hægt að mismæla sig, eins og meðleigjandinn sagði vinsamlegast brjóst í staðinn fyrir afsakið í marga mánuði. Skildi ekkert í þessu flissi sem hann fékk en ekki ég við sömu orð. Það er líka hægt að segja viltu stunda kynlíf í staðinn fyrir skál! Ég hef blessunarlega ekki boðið neinum í viltar bólfarir.

Best ég fari í bólið með John Irving.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband