Mánudagur, 28. júlí 2008
Þetta var nú vitað mál..
Við vissum það öll að CPP og Hun Sen myndi vinna. En sem betur fer hefur hann misst eitthvað af fylginu sínu!
Annars vill Sam Rainsy Party að það verði endurkosið og talið í Phnom Penh, þetta er eitthvað gruggugt mál. Tölurnar um þá sem kusu eru eitthvað skrýtnar, þar sem fólk þarf að fara aftur í heimabæinn sinn til að kjósa nema að það sé skráð í meira en svo og svo mörg ár í Phnom Penh. Ég vona að Hun Sen, sem er holdgervingur spillingar í Kambódíu, missi meira af fylginu sem hann hafði heldur en tölurnar í dag sýna.
Ég vildi að Sam Rainsy myndi vinna. Þeir eru 3ja stærsta party-ið í Kambódíu.
Phnom Penh var 'City of Ghosts' um helgina. Skemmtilegt og skrýtið að sjá borginna þannig. Á laugardaginn fórum við á Riverside að fá hádegismat og það voru kannski 100 manns í öllu hverfinu! Gjörsamlega tómt og ótrúlega hljóðlátt. Í gær um eftirmiðdaginn fórum við á Psah Toul Tom Pong, markaðurinn var næstum tómur, mjög fáir með opnar búðir. Gaman að vita að það voru augljóslega margir sem héldu heim á leið að kjósa.
Núna hætta líka kosninga bílarnir að burna um göturnar, ég lendi í einni af þessum 'skrúðgöngum' alveg óvart. 20 CPP bílar og ég aftan á mótórhjóli. Alltaf gaman, þar sem ég er ekki mikil stuðningskona CPP. Ennþá meira gaman þegar þeir fóru að skjóta í loftið, ég er náttúrulega mikil byssukona.
Það lýtur allt út fyrir það að ég þarf ekki að hýrast á Raffles Le Royal allt er ennþá frekar hljóðlátt. Vona að það haldist þannig.
Forsætisráðherra Kambódíu lýsir yfir sigri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
hm ef allir íslendingar væru jafn duglegir
spíra (IP-tala skráð) 29.7.2008 kl. 12:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.