Fimmtudagur, 24. júlí 2008
Það sem gerðist í minni Kambódíu í dag.
Það er mikil spenna í loftinu.
Kosningar á sunnudaginn.
Mikið af lögreglu og hermönnum í Phnom Penh með stórar byssur
Stríð gæti brotist út við landamæri Kambódíu og Tælands.
Hermenn og þorpsbúar eru í viðbragðstöðu.
Motodop-ar sem ég tek hafa mjög miklar áhyggjur af komandi kosningum og látunum við landamærin. Ekki skrítið þar sem þeir muna eftir K.R. regime.
Motodop-inn sem ég tók í dag fór að gráta þegar við vorum að tala um málið yfir vatnsflöskum.
Mikið af lögreglu og hermönnum í Phnom Penh með stórar byssur.
Fyndið að sjá mynd af kökunni minni í The Advisor. Þar var sagt að ég hefði sleppt því að skinny-dip í hverum við dögun 22. afmælisdagsins og drukkið kampavín og borðað köku eftir dekurdag í Phnom Penh.
Fékk nýtt viðtal við listamann sem ég veit ekkert um, finn ekki neitt um hann á google.
Það komu ferðamenn á NACA í dag eftir ensku tímana, krakkarnir höfðu engann áhuga þeim, ég var búin að lofa að við myndum horfa á Cinderella 2.
Ég eldaði í nýja eldhúsinu mínu sem er einnig herbergið þar sem við hengjum alla kjöt skrokkana okkar.
Við sátum úti á svölum í svalanum þegar *pæng* pólitíkus frá CPP ákvað að sýna vinum sínum nýju byssuna sína og skaut í loftið með henni.
Nóg að gerast...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.