Afmæli og annar í afmæli

Ég átti dúndur afmælisdag.

Morgunmatur í rúmið (hafragrautur, súkkúlaði, 2 ástaraldin og mangósafi), ég fékk reyndar ekki að sofa út, því það er svo rosalega gaman að vekja mig klukkan 6 á morgnanna! Allavega...
Afmælissöngur á NACA og 35 faðmlög.
Rekin út af skrifstofu The Advisor eftir afmælissönginn, mér var ekki ætlað að vinna þann daginn, né mátti ég fá nein ný verkefni. Charlie bauð mér í hádegismat á Metro, þar sem var skálað fyrir mér. Keypti svo afmælisgjöf frá mér til mín, veski og kjól. Og fór í nudd á uppáhalds spa-inu mínu.
Þegar ég kom heim gékk ég aðeins frá, þar sem hreingerningakonurnar eru hreinlega ekki að standa sig í stykkinu, það var pollur í herberginu mínu og ekki búið að ganga frá pottum og diskum. Meðleigjandinn kom heim með sushi frá góða sushi staðnum, Moët kampavín, blöðrur, kórónu, kerti og ROSALEGA köku, sem var meira að segja með áletrun. Kökubúðin klúðraði reyndar aðeins áletruninni. En nafnið mitt var rétt! Það var skálað, Charlie, Nathan og Sebastian komu í skálun og köku.

Annar í afmæli var líka góður, eða svona á köflum. Það fór allt í klessu og uppnám og rugl á The Advisor. Allt slæmt sem gat gerst gerðist að sjálfsögðu og við áttum að fara í prent klukkan 4! Þar sem ég hafði hádegisfund með Who Will og auglýsinga sölu eftir það veit ég ekki hvernig fór.

Þar sem það er annar í afmæli í dag var ég með teiti handa NACA í kvöld. Þegar ég kom í tuktuknum með allt saman brutust út mikil öskur og gleði, 20 krakkar stukku á tuktukinn og föðmuðu mig, ökumaðurinn varð skíthræddur en ég útskýrði á brotinni khmer að ég ynni þarna og ætti afmæli. ... Ég keypti sjö stykki pizzur, og litlar safafernur sem var rifið í sig við mikil fagnaðarlæti. Og auðvitað afganginn af kökunni mögnuðu. Þessi kaka var sko með allt saman. Súkkulaðikrem, rjómablóm, rúsinur og hnetur í jarðaberjasultunni, og kakan sjálf þegar skorið var í hana var græn á litinn! Það voru sett 22 kerti í kökuna, slökkt ljósin og sungið fyrir mig í líklega fimmtánda skiptið. Svo horfðum við á Öskubusku, og ég kunni öll lögin utan að, sem krökkunum fannst mjög skemmtielgt.

Um helgina verður sundlauga teiti þar sem mér verður skálað. Og Karíókí. Miklar æfingar hafa verið í íbúðinni og allri byggingunni þar sem margir vinir mínir búa í húsinu.
Reyndar gæti verið að ég hreinlega verði að fara á Raffles og vera þar í nokkra daga, ef allt fer til helvítis í kosningunum um helgina. Við bíðum spennt, það verður mikið stress að hýsast á Raffles.

Annars gæti verið að við skellum okkur bara á ströndina um helgina, eða jafnvel til Hong Kong, allt til að losna við húsgestinn...sem er sem betur fer ekki komin til baka. En helvísk, hún tók aukalykilinn með sér. Hún hefur ekki einu sinni þakkað fyrir gestrisnina.

Ég ætla að búa til kvöldmat. Meðleigjandinn er ennþá á skrifstofunni...klukkan er að verða hálf tíu, ég ætla aldrei að búa til banka svo mikið er víst. Ég var reyndar bara að koma heim fyrir hálftíma úr vinnu, en ég var í teitinu mínu, svo ég var ekki beint að vinna þannig séð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ertu með hreingerningarkonur sem ganga frá pottum og diskum? Það er aldeilis...

 er það ekki áhugavert, að vera með hreingerningarkonu og fara svo að vinna á munaðarleysingahæli?

Hussband (IP-tala skráð) 22.7.2008 kl. 21:07

2 identicon

Svakalega til hamingju með afmælið elsku dúllan mín! :D *knús*

Inga! (IP-tala skráð) 23.7.2008 kl. 00:52

3 Smámynd: Gunnar Pétursson

til hamingu med afmaelid kerla, tho seinn eg se ad oska ther til hamingju! kvedja Varakaerastinn

Gunnar Pétursson, 23.7.2008 kl. 15:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband