Gleði Gleði.

Gleðilegann Bastillu dag.

Ég hef aldrei hitt tvo eins mismunandi menn í einu eins og þegar ég hitti house hubbies á föstudaginn, annar út-húðflúraður og gataður rosalega afslappaður og alveg sama hvað ég set um hann í greinina mína og sagði mér meira en það sem ég þrufti að vita, hinn clean cut útlendingur (ég má ekki gefa upp hvaðan hann er) sagði mér eiginlega ekki neitt, allt var rosalega óljóst. En þetta ætti að setja skemmtilegann brag á greininna.

Á laugardaginn vaknaði ég eiturhress klukkan 7, fór í langann göngutúr og morgunmat áður en ég fór að elda handa fátækum og gefa þeim að borða. Þurfti reyndar að vaða yfir veg sem var orðinn að á vegna rigninga, og datt næstum því í drullusvað ásamt Janeo og tuktukinn festist svo ég hoppaði út að ýta.
Allavega þá gekk mjög vel að gefa að borða. við elduðum handa 200 en 100 komu svo allir fengu seconds. Börnin eru svo lítil að ég skil ekkert í því hvernig þau gátu borðað svona mikið, og fengið sér svo 3 litla banana í eftirrétt. En þau voru vel södd líklega í fyrsta skipti alla þessa viku. Maturinn sem við elduðum var meira að segja góður, ekki ofsoðinn fiskur með of soðnu grænmeti sem er orðið glært. Heldur Khmer karrí með eggaldin, kartöflum, baunum, káli, baunaspírum, khmer osti, gullrótum, kjúkklingi og núðlur eða hrísgrjón.

Góðar fréttir fyrir Who Will: Við erum komin með fjármagn fyrir einu barnahúsi af tíu. Og erum mjög líklega að fá meira fjármagn frá Dubai.
Slæmar fréttir fyrir Who Will: Við fengum næstum því fjármagn frá vinkonu mannsins sem er með sama nafn og bróðir vinkonu minnar, en til að fá það verðum við að kenna orð Guðs. Ég held sko ekki, þetta er buddah land og við skulum gjöra svo vel og virða það.
Fyndið hvernig þau fyrirtæki/NGO sem við tölum við sem eru kristin fara fram á það að við kennum um Guð á meðan önnur NGO með önnur trúarbrögð eru nákvæmlega sama og bera virðingu fyrir því að Khmerar séu buddah trúar.

Ég komst að því fyrir nokkru hvað mig langar mikið að tala góða Khmer, mín er svo brotin, ég get bjargað mér og skil meira en ég get sagt en als ekki nógu mikið. Ég vil vera reiprennandi, þá gæti ég talað við Phan og hlustað á sögur frá Pol Pot, þegar hún var leikkona eða þegar hún hitti kónginn. Þá gætu krakkarnir mínir sagt mér sínar sögur, þau reyna á ensku og khmer blandað saman, en það er ekki nóg.

Annars var helginn ekkert sérlega viðburðarrík. Út að borða og nokkrir kokkteilar á laugardagskvölið. Las eina bók, horfði á Star Wars og vann aðeins að greininni minni.

Helst í fréttum sem tilheyra mér; er að ég hef ákveðið hvernig afmælisdeginum mínum verður varið svona í grófum dráttum. Það verður allavega nudd, kampavín og súkkulaði kaka einhverntímann yfir daginn. Einnig ætla ég að fá að gista einvherstaðar þar sem ég fæ morgunmat í rúmið. Og um kvöldið, eftir kampavínið, verður það annað hvort Ginga (besti japanski staðurinn í bænum, þegar ég fór þar síðast ætluðum við bara ekki að hætta að borða, pöntuðum og pöntuðum og fengum meira að segja frítt Sake og auka sushi) eða La Residence (einn besti franski staðurinn í bænum). Mig langar líka í spilavíti. Kannski verður partíið mitt ekkert svo ósýnilegt...flestir hafa heyrt af því hvað ég er mikil afmælis manneskja og búast við einhverju stórkostlegu.

Hah, ég var á veitingastað bara rétt áðan, ég pantaði steikt hrísgrjón með grænmeti og sítrónu safa, ég fékk loc lac (steikt kjöt með khmer piparsósu, steiktu eggi og hrísgrjón) og kaffi.
Hversu mismunandi eru þessir tveir réttir? á held ég öllum tungumálum ætti ekki að vera hægt að rugla þessu saman. Svo voru allir þjónarnir að glápa á mig og spurðu hvað ég borga mikið í leigu og hvað ég fæ mikið borgað á mánuði. Ég gleypti matinn og fór. Þetta var frekar óþægilegur hádegismatur.

Annars er ekkert að frétta í húsnæðismálum, ég er ennþá á gistiheimili. Ég hef skoðað nokkrar íbúðir, en hef eiginlega bara gefist upp. Þær voru allar skítaholur með skotgötum og veggjunum og brjáluðum hundum og ennþá brjálaðri herbergisfélögum. Á einu stað var ég spurð hverrar trúar ég væri, þar sem ég var ekki úber kristin var ég beðin um að fara. Ein íbúð ar við hliðina á barnaskóla, ég fæ nóg af öskrandi börnum í minni vinnu, og konan lyktaði líka mjög MJÖG furðulega! Svo voru nokkrar sem ég hætti við að skoða þegar ég sá að þær voru fyrir ofan Girlie bar, eins og það getur verið gaman að fara inn á þessa bari einstaka sinnum vil ég ekki búa þar. Þannig að ég gefst upp, held mig á gistiheimilinu og flý inn í BKK þegar ég þarfnast loftkælingar og heits vatns. Það er heldur ekki svo langt þar til að ég tek flugið á klakann. Eiginlega bara of stutt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband