Miðvikudagur, 18. júní 2008
Hæ Hó og Jibbý Jeij
Gleðilegann daginn eftir Þjóðhátíðardaginn!
Ég fékk enga blöðru, bara moskító á stærð við blöðru.
Það var haldið upp á Iceland Day um kvöldið í Kambódíu. Þó að ég sé eini íslendingurinn, svo ég viti, á svæðinu. Ég og Justin töluðum ensku með þykkum íslenskum hreim, drukkum hvít vín frá Chile og fengum okkur grískt salad með öðrum stralla, Breta og Svía.
Annars hlakka ég til helgarinnar eftir þessa helgi. Fyrsta skipti sem ég fæ frí dag frá því ég fór til Thailands! Ég ætla að vera í rúminu eiginlega alla helgina, frá föstudagskvöldi þangað til ég þarf að fara í vinnuna á mánudeginum. Fá morgunmat í rúmið og panta heimsendingu og hrofa á DVD. Ég fer samt örugglega út í klukkutíma á laugardeginum, til að borða dumplinga, það er eitthvað sem ég og nokkrir vinir gerum alltaf. Og kannski fer ég og ligg við sundlaugina heima hjá vini mínum. Allavega ekki að gera neitt sem krefst mikilla ferðalaga eða orku.
Jæja, best að halda áfram að vinna. Ég er að skrifa grein um indulgence í Phnom Penh. Mig langar til að fá að gera research og fá allt sem ég er að skrifa um frítt, gistingu á hóteli þar sem ég fengi einka sundlaug, brunch a raffles, 3ja tíma nudd, kampavín á happy hour, kvöldmat á frábærum frönskum stað. Alveg eins og þegar ég var að skrifa um besta ís kremið í bænum. Ég fékk svo mikinn ís þann daginn á of stuttum tíma að mér varð bara bumbult og átti erfitt með að tala. Charlie fannst það mjög öfundsvert.
Næsta grein eftir mig kemur út á morgun. Set linkinn inn þá, þar sem ég er ekki búin að fá hann sendann.
Athugasemdir
mér finnst bara allt það sem þú ert að gera öfundsvert!!!
hafðiru tíma til að kasta af þér dótinu?
spíra (IP-tala skráð) 18.6.2008 kl. 16:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.