Sunnudagur, 20. janúar 2008
Teiti HarT
Kveðju hittingurinn heppnaðist svona líka glimrandi vel. Nokkur vel valin lög voru tekin. Best var dúetinn hjá Hr. Gunnari og Stuðrúnu, vara-kærastinn og hussbandið, sungu fyrir mig Unbreak My Heart. Það var magnað. Útlendingarnir á Ölveri voru ekki að fíla þetta eins mikið og við. Svo var náttúrlega frábært þegar Gunni og fullorðna konan með brjóstin út um allt sungu saman. Nú eða ég Stuðrún þegar við sungum Crazy in Love. Ég rappaði og gerði bossadillur eins og atvinnumanneskja.
Svo fórum við niður í 101 að dansa. Enduðum á Glaumbar bara upp á grínið sem endist nú ekki lengi. Það var einhver sem úðaði PIPARÚÐA yfir staðinn og hann rýmdur einn tveir og Bingó! Erting í hálsinn og tár í augun er algjör mood-killer! Pizza á kóngnum og heim í leigubíl. Í morgun sofnaði ég í rúminu mínu og vaknaði í sófanum inn í stofu. Ég veit ekki hvernig það gerðist.
Ég ætti nú samt að fara að pakka. Ég á bara daginn í dag og morgunndaginn og nenni ekki að vera í einhverju stresskasti að pakka og gleyma einhverju eða vita ekkert hvað ég er með.
Takk þið sem komuð í Teiti Hart á Ölveri.
Athugasemdir
gódaginn :D
Takk ffyrir partýið í gær... það var voða skemmtilegt. Sérstaklega að sjá konuna með brjóstin útum allt :p
Inga! (IP-tala skráð) 20.1.2008 kl. 13:47
bwahahahaha já þetta var laaaang best í gærkvöldi
brjóstagellan rokkaði
Herra Gunnar (IP-tala skráð) 20.1.2008 kl. 16:22
þetta var bara best!
og að syngja um öll laufin sem eru brún og himininn sem er grár rifjaði upp ansi góðar minningar :)
vona innilega að þér hafi ekki orðið varanlega meint af úðanum þó...o_O
kem svo í heimsókn í vor :D
Spíra (IP-tala skráð) 20.1.2008 kl. 16:43
Vá hvað þetta tók á að syngja unbreak my heart, held ég hafi aldrei verið fegurri, fagurt lag handa fagurri stúlku Erna mín...
vá hvað ég fór allt í einu í mikinn bömmer að þú værir að fara út, er samt í þriðja skipti þannig að við ættum að vera búnar að venjast þessu... damn hvað ég á eftir að sakna þín samt... við verðum að gera eins og í Gilmore Girls og skrifa á blað og setja í kassa þegar það er eitthvað sem við verðum að muna eftir að segja hinni...
að vera eða vera ekki í ... leopard
Hussband - kveðjustundin nálgast
Guðrún Hussband - hitt ylhýra (IP-tala skráð) 21.1.2008 kl. 21:46
Ja... eflaust verid svaka stud i tessu partyi. Mer var ekki bodid! Anyways, Goda ferd ut ljufan min! Eg skal syngja Quit playing games with my heart thegar tu kemur heim (af tvi tad er uppahlads lagid mitt)
Selamt Jalan sayang!
Sunneva (IP-tala skráð) 22.1.2008 kl. 14:16
Ja en Sunneva thu ert i Sudur Ameriku. Annars hefdi ther verid bodid
Erna Eiríksdóttir, 23.1.2008 kl. 14:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.