Ekki á morgunn, ekki hinn heldur daginn þar á eftir.

Þá er ég næstum því farin aftur. Ég fer á þriðjudagsmorgun til London, verð þar í 3 daga ásamt mínum ylhýra. Á föstudaginn kl 18:10 flýg ég til Singapore og lendi á laugardaginn kl 17:15 í Phnom Penh. Íbúðin tilbúin og allar græjur. Þá þarf ég bara að fara á markaðinn og kaupa disk, glas, skál, gaffal, hníf, skeið, prjóna og viskustykki. Og hugsanlega einhvern mat. Reyndar er ekkert víst að ég geti flutt beint inn úr flugvélinni. Á sunnudaginn...mæti ég galvösk til Mr. Lee á Lighthouse, ef þotuþreytan er ekki að drepa mig. Þetta er allt svo spennandi.

Kveðju hittingur í kvöld, öl og aðrar veigar í hávegum hafðar. Karíókí! Þemað auðvitað allt til að láta mig ekki fara en ég fer samt.

Þar til næst...


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

matur er algjörlega overrated... kjamsar bara á leirtaui nú eða taui, svo er örugglega hægt að borða pöddufjandann sem þig dreymdi í þó nokkur mál, en samt ekki þýsku... HAHA

Guðrún Hussband - hitt ylhýra (IP-tala skráð) 19.1.2008 kl. 15:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband