Bangkok

Ég er í Bangkok. Það er sérstakt.
Maður finnur alveg spennuna í loftinu. Ég fór aðeins út að ganga áðan til að sjá hvar ég er og hvað er í kringum mig. Fólk gengur óvenjulega hratt um göturnar finnst mér og virðist vera stressað. Flestar verslanir eru lokaðar og veitingastaðir líka allt í kringum okkur og hliðar götur svo gott sem tómar. Hverfið á að vera mun líflegra og þetta er frekar fjölmenn borg

Herinn er að loka svæðinu í kringum mótmælabúðrinar.
Það er búið að taka rafmagn af svæðinu.
Hermenn í hundraðatali marsa niður göturnar í kringum mótmælabúðirnar.
Hermenn mega ekki nota byssur að óbreyttum borgurum (þá er átt við að mótmælendur eru óbreyttir borgarar) nema að það sé ráðist á þá samt er mikið um skot en það eru notaðar plast kúlur.
Mótmælendur skjóta á móti, með flugeldum.

Það gengur ekkert í því að leysa deilurnar, samkvæmt talsmanni taílensku ríkistjórnarinnar vilja þeir að mótmælendur hætti mótmælunum og fari heim til sín. Mótmælendur eru reiðir eftir að Commander Red var skotinn í hausinn í gærkvöldi. Mótmælendur eru langt flestir fátækir bændur sem eru ekki sáttir við ríkistjórnina. Ríkisstjórnin, þ.e. æðstu menn í stjórninni, finnst víst ekki vera sýndur nægur áhugi á nýjum kosningum. ...Maður spyr sig hvað þarf að sýna mikin áhuga og hvað þarf eiginlega að gerast svo að ríkið vinni í því að leysa málið.

Ég hélt að hótelið mitt væri lengra frá óeirðunum en það er, en mér var sagt í móttökunni að það tæki svona 15-20 mín að ganga þangað. Ef ég hefði gengið í 10 mín lengur áðan hefði ég líklega endað á svæðinu þar sem allt er að gerast. Það var meira að segja tuktuk bílstjóri sem spurði mig hvort ég vildi ekki fara þangað og benti í áttina að óeirðunum til "að sjá smá aksjón" og svo hló hann ógurlega og lamdi í bumbuna á sér.

Þrátt fyrir að vera eins nálægt og ég er þá heyri ég ekkert. Það breytir því samt ekki að ég ætla ekkert að hætta mér út nema bara út í búð sem er hinum megin við götuna.


mbl.is Átök í Taílandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skelfing að vita af þér þarna.  Og kaldhæðið að það skuli vera bananasprengjur á leiðinni til þín. 

Mamma (IP-tala skráð) 14.5.2010 kl. 13:17

2 identicon

sælar

vantar smá upplýsingar um hjálparstarfið í Cambodiu

magoo att internet . is

kv

Magnús

Magnús Ágústsson (IP-tala skráð) 14.5.2010 kl. 15:08

3 Smámynd: Sigurjón

Farðu varlega.

Sigurjón, 14.5.2010 kl. 17:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband