Þriðjudagur, 30. júní 2009
Ef ég væri orðin lítil fluga...
þá myndi ég sko flúga til Íslands og Ástralíu.
Get það ekki.. því ég þarf að fara í flugvél. Og það kostar mun mun mun meira en mánaðarlaunin mín.
Ég byrjaði að hata AirAsia meira en ég hef gert hingað til í gær. Það var auglýst flug til Melbourne á 84 dali.. engin aukagjöld, þetta er verðið. Svo er það bara lygi og það kostar hátt í 300usd aðra leiðina frá KL. Svo var auglýst flug 160 dalir aðra leiðina frá KL til London... Nei... 4 dögum og 800 dollurum seinna yrði ég að fara aftur til Kambódíu næsta dag, því fríið mitt væri búið..
Mitt hjarta er brotið og ég er svekt. Afhverju gera flugfélög þetta. Hvergi í auglýsingunni stóð verð frá. Og ég prófaði fleiri daga bara randomly frá 1 okt - 30 apríl sem er ferðatímabilið og það var allt í ruglinu ekki einu sinni nálægt verðinu sem var auglýst.
:(
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)