Óvinurinn

Einkar áhugavert að Taílendingur hafi verið ráðinn sem sértækur efnahagslegur ráðgjafi ríkisstjórnarinnar þar sem Taíland og Taílendingar séu almennt talin óvinurinn.

Ég vona að þetta ýti ekki mikið undir spennuna sem er hér nú þegar. Kambódar eru að sjálfsögðu á því að ef stríð brýst út að þá munu þeir vinna, sem er eiginlega bara heimskulegt og langsótt. Kambódískir hermenn sem eru við landamærin að verja Preah Vihear eru bara bændur sem kunna varla að fara með byssur.

Nú er bara að bíða og vona að Thaksin komi einhverri reglu á eyðslu ríkisstjórnarinnar. Það var til dæmis verið að byggja nýja byggingu í Phnom Penh fyrir Ministry of Interior, Hun Sen samþykkti bygginguna víst en þegar það var búið að byggja hana fór hann til að vera við opnunina og sagði "nei, mér líkar hún ekki, gerið nýtt!!" og nú stendur þessi risa bygging auð. Augljóst að Hun Sen samþykkti ekki teikningarnar sjálfur, heldur bara einhver aðstoðarmanneskja. Þar fuku milljónir dala sem hefði verið hægt að nota í t.d. betri skóla, betri spítala, nýja vegi eða í forvarnarstarf.
Það mun náttúrulega ekki gerast að Thaksin minnki spillinguna sem er hér, enda sakfelldur sjálfur um spillingu og, eins og nafnið hans segir, þá tekur Thakasin Shinawarta til sín sína parta...

Kannski ég ræði þetta í ensku tíma á eftir... það væri áhugavert að sjá hvað nemendurnir mínir hafa að segja um þetta.


mbl.is Taíland og Kambódía deila
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 6. nóvember 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband