Mánudagur, 19. janúar 2009
Á hann skilið réttarhöld?
Það sem Duch og aðrir innan Khmer Rouge (KR) gerðu er ófyrirgefanlegt! Það eru engin orð sem lýsa hryllingnum. Margir vitnisburðir segja að ráðamenn hafi allir verið alsgáðir og meðvitaðir um gjörðir sínar. Ég veit að það er ólöglegt að fangelsa menn án réttarhalda, en fjölda þjóðarmorðingar eiga ekki skilið lög og reglu. Og fjármagnið sem fer í réttarhöldin ætti að fara í eitthvað annað, eins og ég hef sagt nokkrum sinnum áður.
Duch var eflaust ekki myrtur vegna stærðfræðimenntunnar sinnar af KR vegna þess að hann var fangelsaður fyrir að vera kommúnisti.
http://www.phnompenhpost.com/index.php/2009011923704/National-news/KRT-defence-supports-probe.html
http://www.phnompenhpost.com/index.php/2009011923700/National-news/Victims-to-have-a-say-on-whether-KRT-should-try-more-suspects.html
http://www.phnompenhpost.com/index.php/2009011623677/National-news/Trial-meeting-begins-for-Tuol-Sleng-chief.html
http://www.trial-ch.org/en/trial-watch/profile/db/facts/duch__313.html
Mæli líka með að horfa á
The Killing Fields,
Biography - Pol Pot: Secret Killer
og lesa bækurnar:
First they killed my father, Loung Ung.
Pol Pot: Anatomy of a Nightmare, Philip Short
When Broken Glass Floats: Growing Up Under the Khmer Rouge, Chanrithy Him
The Lost Executioner: A Story of the Khmer Rouge, Nic Dunlop (þetta er saga Duch)
Ásamt svo mörgum bókum.
Eða að koma hingað og tala við fólkið, upplifa hörmungana og sjá spillinguna með eigin augum. Það eru margir ferðamenn sem ég hitti (þ.e. gista hjá okkur Justin (manneskjur númer 9 og 10 á 2 vikum komu í gær) sem vilja gera túristadótið með mér, þar sem ég hef unnið hér og þekki betur til en Lonely Planet, (og er ekki beint að gera mikið á daginn annað en að skrifa og senda CVs og fara í skóla) en ég hreinlega get ekki farið aftur í S21 eða á Killing Fields, einu sinni er meira en nóg. Mér var boðin íbúð í sömu götu og s21 er staðsett í, ég gæti aldrei búið þar. Ég á erfitt með að fara þarna framhjá því minningin um fangelsið, söguna og hryllingin er of sterk og ljós lifandi í mínu daglega lífi með því fólki sem ég almennt umgengst. Fólk hér á líka ansi erfitt með að tala um KR-regime, þegar ég tók viðtalið við Phan (http://www.expat-advisory.com/cambodia/phnom-penh/stranger-than-fiction.php) tók það 3 daga að fá hana til að opna sig um sína reynslu, og þá fékk ég mjög takmarkaðar upplýsingar. Því hún og aðrir hafa eflaust lokað úti reynsluna sína.
Lifið heil.
![]() |
Fyrsti Rauði Khmerinn fyrir rétt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)