Miðvikudagur, 14. janúar 2009
Síðustu dagar
Allir atburðir síðustu daga falla í skuggann af mínum kæra vini Ian, sem féll frá á föstudaginn sem var.
Ian var í Bangkok þegar hann fannst látinn. Við vitum ekki afhverju eða hvernig hann komst til Bangkok. Og það er ennþá óvitað afhverju hann fór frá okkur. Við erum ennþá að bíða eftir fregnum frá krufninguni.
Hugur okkar allra er með foreldrum hans sem þurfa að fara til Bangkok að sækja Ian. Við hér í Phnom Penh vonum þó að þau komist til Phnom Penh fyrir laugardaginn, þegar minningarathöfnin okkar verður. Við viljm að foreldrar hans sjái hversu mikið hann var elskaður af okkur og hversu mikið við söknum hans.
Ian var ótrúlega falleg manneskja, alltaf hress, alltaf brosandi, alltaf til í a good laugh. Alveg sama í hvernig skapi maður var í gat hann alltaf komið okkur til að hlæja. Oft þegar ég kom inn á barinn sem hann vann á greip Ian vaselín dollu og sagði its time babe og fór úr bolnum og gékk bak við skilrúm, þetta þýddi að ég ætti að bera vaselín á tattooið sem hann er með á bakinu. Þegar hann var í miklu stuði fór hann að blístra eins og brjálaður maður, og þegar stuðið náði hámarki beit hann gat í bjórdósina sína og og drakk bjórinn á hvolfi. Ian lifti upp lífinu á Lakeside.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)