Svalirnar mínar..

Í nokkra daga héldum við að einhver hefði verið að reyna að brjótast inn í íbúðina okkar. Það voru nokkurskonar skóför utan á svölunum og furðuleg drulla í kringum blómapottana. En svo datt okkur í hug að krakkar sem eiga foreldra sem vinna að sundlauga-gerðinni hefðu setið á svölunum að borða ávexti þar sem það voru stór fræ útum allt, ásamt þessari drullu.
Svo datt okkur í hug apar, því krakkarnir ættu að vita betur en að klifra á svalir í bygginguni þar sem leigusalin er víst tík (hef aldrei hitt hana en mér er sagt það) og eigandi byggingarinnar er forrík, meðleigjandinn þurfti einhverntíman að tala við hana en það var ekki hægt af því að hún var á fundi með Hun Sen, og það hefur verið frekar funky lykt á svölunum í c.a. 2 vikur Meðleigjandinn elskar apa og fannst það svo lítið spennandi að hafa apa á svölunum.

Við erum búin að komast að því hvað það er á svölunum sem er að borða ávexti, kúka og pissa. Það var ekki húsgesturinn... heldur leðurblökur. Alltaf hressandi að hafa fljúgandi rottur í kringum sig. Það kom okkur á óvart að þetta séu leðurblökur því þær ávaxta steinarnir og fræinn sem eru útum allt eru jafn stór og ferskjusteinar.

Þar hafiði það, ég er upp að öklum í leðurblökukúk og hlandi!


Bloggfærslur 3. ágúst 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband