Miðvikudagur, 20. ágúst 2008
ka-búmm
Brjóstahaldarinn minn sprakk.
Ég var bara að hósta í mesta sakleysi...ég er reyndar með mjög djúpann og þungann hósta.
Lesson for the kids:
aldrei fara í go-kart í rigningu og fara svo inn í loftkældann bíl og sitja í miðjunni í klukkutíma, fara svo í rosa heita sturtu setja loftkælinguna á ííís-kalt, gleyma henni á þegar þrír strákar koma og bera þig út og sofna svo í ííískuldanum. Ef þú gerir þetta springur brjóstahaldarinn í hóstakasti.
Ég var samt heppin að vera heima, en ekki á flandri. Meðleigjadinn gaf mér tvinna svo ég gæti gert við haldið mitt svo ég gæti haldið áfram að halda öllu á réttum stað með haldinu.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)