Föstudagur, 1. ágúst 2008
Ekkert smá hallærisleg.
Var vakin í morgun fyrir klukkan 6. Þar með byrjaði hallæri dagsins. Meðlegjandinn henti í mig stuttbuxum og bol, ég var fegin að það var ekki grásleppa. Svo dró hann mig í ræktina...Við vorum í eins stuttbuxum, eins litum bolum og eins sokkum. Hann átti ekki aukaskó handa mér. Eftir morgunmat og sturtu fór ég í ljóst pils... og þá fór að rigna, rykugar götur+rigning=drulla.
Eins gott að Elsewhere verði með nóg af kókósrjóma og ananas í kvöld...Þið þekkið lagið, :)
Það á að halda upp á afmælið mitt aftur í kvöld. Ég á að mæta með kórónuna, og ég er nokkuð viss um að mér verði hent ofaní laugina. Ég er nokkuð viss um að fá STD við það... Swimming-pool Transmitted Disease...
Ég ætla að vera í hallærislegum fötum af meðleigjandanum...Fyrst ég byrjaði daginn þannig er ekki best að ég endi hann þannig?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)