Miðvikudagur, 30. júlí 2008
Flødeskum
Ég fékk ansi áhugavert símtal frá danska sendiráðinu þegar þeir hringdu í heimasímann minn í dag. Maðurinn bauð góðann daginn og kynnti sig, næsta setning var "Hvað kostar að leigja þyrlu hjá þér?" Við búum í frekar stórri íbúð með öryggisvörðum og gaddavír í kringum húsið (vegna innbrots sem varð fyrir nokkrum mánuðum, hjá frægri ástralskri stelpu sem bjó við hliðina á okkur). Það væri svo sem hægt að lenda þyrlu á þakinu, en það er ekki almennt notað sem þyrlupallur. Ég sagði Dananum að ég bara byggi hérna en ætti ekki þyrlu, hefði svo sem ekkert á móti því, en yrði að láta mér bíl með bílstjóra nægja einstaka sinnum (bílinn fylgir meðleigjandanum). Daninn var mjög undrandi á þessu, og sagði mér að hann hefði fundið númerið mitt í gulusíðunum!
Meðleigndinn hló dátt af þessum fréttum þegar hann kom heim, sagði að ég hefði átt að biðja um 1000 dollara á hinn eða þennann bankareikninginn, beðið um staðsetningu þar sem hann vildi verða sóttur og ég myndi senda þyrlu með stiga og hann yrði að príla upp. Mæta svo á svæðið með fjarstýrða dótaþyrlu...rökin mín yrðu að sjálfsögðu að hann bað aldrei um þyrlu í fullri stærð!
Meðleigjandinn fékk líka skemmtilegt símtal, ekki eins skemmtilegt samt, bara einhver random gaur, sagðist vera að keyra tuktuk. Gott fyrir þig sagði meðleigjandinn og hélt áfram að borða þurrt pasta og bölva yfirmanni sínum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 30. júlí 2008
Engin gleði...
Pub quiz trivia night á Gym Bar í gær. Við vorum í öðru sæti, munaði einu stigi. ... The Wingnuts and The Wingettes munu snúa aftur og hrifsa 40 dollara pottinn, 40 dollarar það eru alveg 40 bjórar
Það er hálf asnalegt að þurfa að fara að pakka niður í tösku bráðum, ég er ný búin að ganga frá öllu dótinu mínu í íbúðinni. Annars var mér bannað að fara, vinir mínir eru tiltölulega nýbúnir að ná því að segja Erna, og eru ennþá að reyna við eftirnafnið. Það er heldur enginn sem dettur jafn skemmtilega og ég!
Húsgesturinn er komin aftur. Ég sagði hæ ... hún talaði um niðurgang og tönnina sína í 30 mínótur og ætlaði svo að fá tölvuna mína á meðan ég er að skrifa á hana... á meðan ég er að vinna og er að skrifa grein fyrir The Advisor.
Við vorum búin að finna annan ferðalang sem var alveg hreint drauma húsgestur, hann kom með okkur og nokkrum vinum í nightcap og dumplinga fyrir svefninn, á meðan dumplingarnir voru í pottinum endurraðaði hann öllum dósamat og þurrmatnum okkar og því litla sem var í ískápnum, hann þurfti því miður að fara til Vietnam á mánudaginn, svo það gekk ekki alveg upp.
Okkur datt í hug að skipta um lás, en við viljum ekki fara niður á hennar stig. Hún fer sem betur fer á laugardagsmorgun og ég þarf aldrei að hitta hana aftur.
Jæja kvöldmatur. Við erum að fara á "lokaðann fund" allt til að losna við þetta ...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)