Allt það fína í Kína

Ég gleymdi alveg að segja frá einu rosalegu öðru sem gerðist í vinnuni um helgina.

Ég var að afgreiða útlending, og var nokkuð viss um hvaðan hann væri en spurði samt, og jújú hann var kínverji. Þannig að ég kláraði afgreiðsluna á kínversku! Hann vissi ekki í hvorn fótinn hann átti að stíga!

Ni hui shuo hanyu?!?! (Geturðu talað kínversku?) spurði hann furðu lostinn, og ég svaraði Dangran! (að sjálfsögðu) eins og það væri ósköp eðlilegt :) og útskýrði svo að "wo zai Bingdao Daxue xuexi hanyu" (ég er í HÍ að læra kínversku)

 Hressandi.

 


Bloggfærslur 15. desember 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband