Fimmtudagur, 11. desember 2008
Fyrsta önnin
JEIJ, ég er búin með mína fyrstu önn í háskóla, mér finnst ég vera svo fullorðin, byrjuð að drekka kaffi, búin með 1/6 af BA gráðu... núna er bara að skoða á hverju degi oft á dag til að sjá einkunnir þegar þær koma inn...vona að þær komi fljótt inn... annars fer ég bara og gef kennurunum mínum einn á túllann. :D
Prófin gengu bara ágætlega, hef aldrei skrifað eins mikla steypu í einni ritgerð og ég gerði í Forspjallsvísindunum. Og kínverskan var mun auðveldari en ég bjóst við.
Þá er bara að þvo af sér prófaslen, skella hafragraut í bumbuna, rífa upp freyðivínið, gefa skít í storminn og fara í teiti.
Jólafrí á morgun... það verður þó skamm líft, byrja eins og brjáluð að lesa allar barnabækurnar sem hafa verið gefnar út fyrir þessi jól á laugardaginn, verð að klára þetta sem fyrst, ég er byrjuð á nokkrum. en... Ekki mikið af krassandi, eða skemmtilegum bókum að koma út núna því miður. Nema endurútgáfurnar, Bangsímon og Pollyana.
Gleði gleði gleði....
Vinna, jól, taska, teiti, flúgja, lenda, íbúð, vinna, skóli
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)