Sunnudagur, 20. janúar 2008
Teiti HarT
Kveðju hittingurinn heppnaðist svona líka glimrandi vel. Nokkur vel valin lög voru tekin. Best var dúetinn hjá Hr. Gunnari og Stuðrúnu, vara-kærastinn og hussbandið, sungu fyrir mig Unbreak My Heart. Það var magnað. Útlendingarnir á Ölveri voru ekki að fíla þetta eins mikið og við. Svo var náttúrlega frábært þegar Gunni og fullorðna konan með brjóstin út um allt sungu saman. Nú eða ég Stuðrún þegar við sungum Crazy in Love. Ég rappaði og gerði bossadillur eins og atvinnumanneskja.
Svo fórum við niður í 101 að dansa. Enduðum á Glaumbar bara upp á grínið sem endist nú ekki lengi. Það var einhver sem úðaði PIPARÚÐA yfir staðinn og hann rýmdur einn tveir og Bingó! Erting í hálsinn og tár í augun er algjör mood-killer! Pizza á kóngnum og heim í leigubíl. Í morgun sofnaði ég í rúminu mínu og vaknaði í sófanum inn í stofu. Ég veit ekki hvernig það gerðist.
Ég ætti nú samt að fara að pakka. Ég á bara daginn í dag og morgunndaginn og nenni ekki að vera í einhverju stresskasti að pakka og gleyma einhverju eða vita ekkert hvað ég er með.
Takk þið sem komuð í Teiti Hart á Ölveri.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)