Færsluflokkur: Heilbrigðismál

Flakkar um á spítthjólastjól

Já það væri óskandi, en ég á víst að labba eins mikið og ég get til að geta prumpað úr mér öllum vindi. Það sagði læknirninn allavega. Justin gefur mér hæfæv og segist vera stoltur af mér þegar ég prumpa og ropa eins og versti ruddi.
Ég var með botnlanga, ekki lengur.
Byrjaði á laugardagskvöldinu, nú er ég ekki vön að kvarta undan sársauka og bít bara á jaxlinn, þannig að þegar ég fór að hágráta af verkjum vissi Justin að eitthvað væri að. Ég var samt svo þreytt eftir langann dag að ég vildi bara fara að sofa og sjá hvernig ég yrði daginn eftir, hélt að þetta væru kannski bara meltingartruflannir.
Fórum á spítalann á sunnudagsmorgun, og ég fór í alskonar próf þar til ég var drifin inn á skurðstofu því botnlanginn var við það að springa. Klukkutíma seinna var ég öskuill og vildi fara á klósettið kallaði Justin feitann ameríkana því hann var í crocks og stórri skyrtu. Ég er nokkuð viss um að það hafi farið fram á ensku.. 4ml af morfíni seinna og ég var uppdópuð og hamingjusöm. Svo rak ég Justin heim, vildi ekki sjá hann, aðalega því ég vildi að hann myndi sofa sæmilega heima í staðinn fyrir á stól við hliðina á mér, grey Justin var svo uppgefinn og áhyggjufullur.
Á mánudeginum var ég á morfíni líka stórkostlega bólgin á maganum og sátt með lífið... eða svoleiðis. Þurfti að skipta um herbergi og gat fært mig á börurnar alveg sjálf! Það var MJÖG erfitt en ég gat það!
Hjúkkuköllunum fannst ég ferlega fyndin, ég brummaði alla leiðina að liftuni og svo bíbaði ég þegar við bökkuðum út úr henni.

Spítalinn sem ég var á er mjög góður, Royal Rattanak Hospital, kemur frá Thailandi og allar græjur. Læknirinn minn vann víst í St. Pete í Florida í rúm 30 ár. Herbergið mitt var eins og á fínu hóteli, með kitchenette og flatskjá og inn á baði var sjampó, sturtusápa, bodílótjón, sturtuhetta, greiða, tannbursti, bómullar pinni og sápa í mini pökkum eins og á hótelum. Maturinn var eins og á öllum spítölum, ógeð, svo Justin smiglaði alskonar inn handa mér. Fyrir rúmu ári hefði verið erfiðara að fá góða læknishjálp, ég hefði þurft að fara í sjúkraflug til Bangkok eða til Singapore. Mjög gott að það sé kominn góður spítali til Phnom Penh.
Sem betur fer borga tryggingarnar mínar fyrir þetta.. Ég keypti árstryggingu á rúmlega 400 dollara, botnlanginn kostaði tæplega 4000 dollara..

En það er allt í lagi með mig núna, er komin heim og líður bara ágætlega, svoldið aum og lítil í mér.. sem líður hjá. Vinnurnar mínar voru líka mjög góðar með þetta allt . ELT gaf mér 2 vikur í frí og Giving Tree sagði mér að koma when ever..

Núna er ég þreytt, minnsta hreyfing og áreiti tekur svo mikið á að ég verð að fá mér blund.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband