Færsluflokkur: Samgöngur
Mánudagur, 28. september 2009
Kominn tími á upp-stefnumót
Langt síðan ég skrifaði síðast.. og það er fullt búið að gerast.
Ég er eiginlega alveg búin að ná mér eftir aðgerðina. Verð samt stundum óskiljanlega mikið þreytt, en það er þegar ég er búin að vera að allann daginn án þess að stoppa neitt. Örið mitt er tiltölulega lítið og mjög snyrtilegt, það eru allir voðalega hissa yfir því. Ég var mjg heppin að fá heila viku aukalega í hvíld því The Giving Tree gaf öllum starfsmönnum alla vikuna í frí fyrir Pchum Ben.
Við Justin fórum til Kampot og Keb yfir Pchum Ben hátíðina. Við áttum mjög góða og rómantíska daga að keyra um sveitina, taka myndir og borða krabba. Við sáum eitt magnaðasta sólsetur sem við höfum séð í Kambódíu, það var eins og atom bomba og alskonar litir sem eru venjulega ekki hér. Kampot er voðalega sætur bær, mjög fáir sem voru þar því allir héldu að vegurinn væri ónýtur. Hann var reyndar mjög holóttur og í slæmu ástandi, sem var mjög hressandi fyrir auma bumbuna mína. Ég vildi að við hefðum haft meiri tíma í Kampot, næst bara.
Við hittum 5 íslendinga í Kampot. Justin hefur sagt öllum að við hittum hálft Ísland í Kampot, hinn helmingurinn hafi þurft að vera eftir á Íslandi að mótmæla... Allavega þau sem við hittum voru Ásgeir sem var líka í Vogaskóla, hann var þar ásamt 2 strákum (Dóri og Elli) og 2 stelpum (Helga og Helga?) sem hann hafði hitt í Nha Trang held ég.. Nema hvað... Dóri og Geiri (unnusti hennar Lenu minnar) eru bestu vinir og við höfðum heyrt als konar sögur af hvort öðru.
Á miðvikudaginn byrjaði ég að kenna ballet. Þær eru svo krúttulegar stelpurnar sem ég kenni. Við vorum rétt búnar að syngja góðar góðar góðar tær, ljótar ljótar ljótar tær og standa aðeins í fyrstu stöðu þegar ég var spurð "Hvenær dönsum við alvöru ballet". Frekar erfitt að svara því, ætli ég verði ekki að hafa stopp dans næst. En við gerðum plié og tondué í fyrstu og annari stöðu, gerðum smá hopp og hneygðum okkur. Þeim fannst það víst voðalega gaman, foreldrar búnir að koma til mín ferlega sáttir og stelpurnar senda mér fingurkossa.
Ég held að það sé alveg öruggt að ég sé í alvöru kærustupari. Við fórum með málverk og ljósmyndirnar hans Justin í innrömmun og erum búin að vera að þræta hvar allt á að fara svo að heimilið okkar sé sem fallegast síðustu daga.
Ekki stoppar fjörið þar heldur héldum við fyrsta matarboðið okkar á laugardaginn. Við buðum Ádísi, Ben og dætrum í mat. Justin keypti mud-crabs og blue-swimmer crabs á markaðnum. Mud-crabs-arnir voru svo ferlega ferskir að þeir klifruðu útum allt í eldhúsinu okkar og við settum þá í kapphlaup eftir gólfinu áður en við settum þá inni í frysti til að svæfa þá. Nema krabbarnir neituðu að sofna. og einn var svo ferlega sprækur að hann kleip mig. Mér er ennþá illt!! Þess utan að vera með kramdann putta var mjög gaman hjá okkur.
Ætli ég verði ekki að hætta að fresta því að læra.. mér finnst æðislegt að vinna 3 verkefni í einu.
Já og ég er Erna dreki núna... Ég var ráðin sem erindreki eða Special Agent hjá The Oriental Travel ferðaskrifstofunni (www.theorientaltravel.com). Spennandi!!
Samgöngur | Breytt s.d. kl. 08:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Mánudagur, 27. júlí 2009
Ódýrt fyrir þig, vinur minn.
Grein eftir mig, Kambódía í mjöööög grófum dráttum.. á eftir að setja inn greinar bara um PPhen, Siem Reap og fleiri vinsæla staði.
http://blog.dohop.com/index.php/2009/07/27/cheap-price-for-you-my-friend/
Njótið.
Mánudagur, 29. desember 2008
Ferðalag.
Ég er í London. Búin að tjékka mig inn og búin að hanga og bíða í 3.5 klukkutíma, ennþá 5.5 tími í flugið mitt :(. En Singapore Air gaf mér 10 pund til að kaupa mat. Og þegar ég lendi í Singapore á morgun þá verð ég keyrð á A flokks hótel og fæ 3 matarmiða. Almennilegt! Eitthvað annað en að þurfa að borga fyrir afnot af heyrnartólum í Icelandair vélunum.
Núna er ég að borða fría máltið.
Núna er ég að fara að hitta Charlie á eftir, það hefði verið æði ef hún hefði tekið Singapore air flugið, tvær á flottu hóteli í Singapore yfir nótt.. oh jæja. Ég fékk morgunflug frá Singapore í staðinn, en fyndna er að við lendum á eiginlega alveg sama tíma... sem er fullkomið því Martin og hinir kallarnir koma að sækja okkur á völlin, fara með okkur heim til Charlie þannig að við getum rifið upp bikini-in og annann strandaklæðnað til að keyra niður til Sihanouk ville og búa til súper parteyh! Ég veit ekki alveg hvað planið er... en ég ætla að fara aftur til PP á laugard í síðasta lagi. Ég þarf að gera ýmislegt og svo kemur Justin 4ja.
En það verður ljúft að liggja í sólbaði og kokkteilum í nokkra daga.
Ég hvet alla til að fá sér Skype! ég er með innbyggða myndavél svo að allir geta séð mig :D
Ég ætla að ráfa núna um Heatrow og eyða síðust 2 pundunum sem Singapore gaf mér, held ég kaupi bara köku, þar sem ég var að fatta það að ég borðaði aldrei afgangin af jóladesertnum, en ég er með flatkökur með smjöri í plastpoka í töskunni minni og fjólubláann Tópas.
Gleðilegt nýtt ár, og takk fyrir allar góðu stundirnar á árinu sem er að líða.
Samgöngur | Breytt s.d. kl. 17:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)