Færsluflokkur: Löggæsla

Er réttlætinu náð?

 

Það hafa verið ansi skiptar skoðanir um réttarhöldin og ég er mjög á móti þeim. Jú það á að draga mennina bak við Khmer Rouge til réttlætis en hvernig getur Extraordinary Chambers of the Court in Cambodia (ECCC) og Sameinuðu Þjóðirnar réttlæt það að eyða tæplega 80 miljónum dollara í réttarhöldin og þau eru ekki nálægt því að vera búin. Það er aðeins búið að rétta yfir einum manni. ... Eins og það hefði verið hægt að gera mikið fyrir 80 milljónir dollara. Þrjátíu og fimm ár... það er nú ekki mikið fyrir það að hafa stjórnað pyntingum og skipað að berja lífið úr allavega 16.000 manns. Það var áhugavert að fylgjast með réttarhöldunum því það var aldrei talað um að drepa, myrða, eða slátra heldur var orðið "smash" notað eða mölva/mölbrjóta. Eins og það sé mannúðlegra.  

 

Duch fær 35 ár en mun eflaust ekki vera lengur í fangelsi en 19 ár. Fólk sem fór á réttarhöldin misbauð og fannst dómarar svívirða fjölskyldu sína vegna þess hve refsingin er í rauninni væg. Verjendur Duch töluðu mikið vörninni um að hann hefði bara verið að fylgja skipunum. Fólk hefur samt alltaf val um hvað það gerir. Verjendur töluðu um að hann væri endurbættur kristinn maður sem iðrast mikið þess sem hann gerði, þó að margt sem hann sagði og hvernig hann hagaði sér í réttarhöldunum sýndi fram á annað.. 

 

Mér er oft hugsað til Pich, nemenda sem ég hafði einu sinni í fyrra í ELT. Ég þurfti að útskýra orðið satellites eða gervihentti. Ég sagði að þeir væru búnir að vera til lengi og væru notaðir til að fyljgast með heiminum og fólkinu, hvað væri að gerast víðsvegar og þess háttar. Herinn notaði þá tildæmis mikið. Ein 13 ára stúlka spurði „Voru til gervihnettir 1976?" Ég svaraði já og sá fyrsti hefði verið notaður 1957. Stúlkan spurði þá "Ef gervihnettir voru notaðir 1957 og ef það var hægt að sjá hvað var að gerast alstaðar í heiminum þá, í gamla daga, afhverju kom enginn hingað þegar var verið að myrða fjölskylduna mína?" ... Meiri og ýtarlegri umfjöllun um réttarhöldin: http://www.phnompenhpost.com/index.php/2010072340753/National-news/long-road-to-day-of-reckoning.html


mbl.is 35 ár fyrir glæpi gegn mannkyni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Borg Englana í dag

Það var meiri spenna fannst mér í dag í Bangkok, samt sýndist mér vera meira opið í hádeginu í dag þegar við vorum að fara af hótelinu, það hefur eflaust verið áður en allt varð vitlaust í dag. Stærra svæði er lokað núna,enginn kemst inn og enginn kemst út. Ekket rafmagn eða vatn. Þessi kjarni borgarinnar liggur í lamasessi. 20.000 manns komast ekki til vinnu og þau vita ekki hvort þau fái útborgað fyrir maí mánuð. Markaðurinn fellur. Starfsmenn á hótelinu okkar virtust frekar taugaóstyrkir en héldu samt kúlinu.

Ég er ennþá í Bangkok, þó komin út í útjaðrinn, rétt á flugvellinum og við bíðum eftir fyrsta hópnum frá Óríental sem kemur annað kvöld. Svo fer ég á flugvöllinn á þriðjudaginn að taka á móti mínum hóp og svo ekkert aftur fyrr en í lok ferðar.

Í gærkvöld fórum við Draupnir út af hótelinu til að fá kvöldverð, vorum svo sein í því að það var búið að loka veitingastaðnum á hótelinu samt var klukkan bara rúmlega átta. Jæja, hótelið er jú rétt hjá svæðinu en svona aðeins af aðalgötunni, kannski mínótu niður hliðargötuna. Þegar ég fór út heyrði ég ekkert nema sírenur. Þegar við gengum niður að aðalgötunni brunuðu þrír brynvarðir lögreglutrukkar stútfullir af mönnum í hjálmum og skotheldum vestum. Við hikuðum en héldum svo ótrauð áfram og reyndum að fara á ítlaskan stað í næsta húsi sem var lokað snemma, afhverju spurðum við, þau bentu niður að svæðinu og sögðu "bomb"... við héldum aðeins lengra og fórum á írskann bar. Þar var stuð. Við fengum spræt og appelsín og kvöldmat.

Ég heyrði ekki mikið í skot árásunum, bara smá, þegar ég var að reyna að heyra og var með slökkt á öllu í herberginu. Ég vildi vita hvort það væri satt sem þau voru að segja í fréttunum um bergmálið í skotunum, það er hvort það heyrðist eins mikið og þau vildu meina...
Núna er Silom (þar sem ég var) lokað af mest megnis, við vorum held ég bara rétt tímanleg að fara á næsta stað.

Herinn er útum allt í kringum mótmælabúðrinar og talað er um þá sem vatnsmelónumenn. Það er, grænir að utan (styðja stjórnina eða sýnast ekki hafa skoðun á þessu) en eru rauðir að innan. Það ver vegna þess að margir þeirra eru frá sömu héröðum og rauðstakkar. Eftir dauðsföllin 10. apríl voru jarðarfarir fyrir þá sem féllu, hvort sem það var rauður eða hermaður og þeir voru frá sama bæ víst á svipuðum tíma og sama fólk fór í þær og jafnmikið lagt í jarðarfarinar.

Það er rosalega erfitt að lýsa þessu. Bangkok er í ruglinu í miðbænum og allir eru áhyggjufullir. Í útjaðrinum veit fólk einhvernvegin ekkert hvað er í gangi. Á hótelinu sem við erum á núna sátum við í andyrinu að horfa á fréttirnar og starfsmönnum fundust fyrirsagnirnar frekar fyndnar. Þar til þau sáu myndirnar úr miðri Bangkok. Þá datt niður kjálkinn á þeim og þau steinþögðu. Gerðu sér greinilega ekki grein fyrir því hversu alvarlegt málið er í miðri Bangkok. Við fórum aðeins út að ganga í dag og allt líf var bara venjulegt. Klæðskeri út á götu, götumatur útum allt og börn að leika sér. Engin áhyggja í andlitum fólks og það labbaði og hreyfði sig hægt. Ekkert eins og í

Þar til næst...


mbl.is 22 látnir í átökunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bangkok

Ég er í Bangkok. Það er sérstakt.
Maður finnur alveg spennuna í loftinu. Ég fór aðeins út að ganga áðan til að sjá hvar ég er og hvað er í kringum mig. Fólk gengur óvenjulega hratt um göturnar finnst mér og virðist vera stressað. Flestar verslanir eru lokaðar og veitingastaðir líka allt í kringum okkur og hliðar götur svo gott sem tómar. Hverfið á að vera mun líflegra og þetta er frekar fjölmenn borg

Herinn er að loka svæðinu í kringum mótmælabúðrinar.
Það er búið að taka rafmagn af svæðinu.
Hermenn í hundraðatali marsa niður göturnar í kringum mótmælabúðirnar.
Hermenn mega ekki nota byssur að óbreyttum borgurum (þá er átt við að mótmælendur eru óbreyttir borgarar) nema að það sé ráðist á þá samt er mikið um skot en það eru notaðar plast kúlur.
Mótmælendur skjóta á móti, með flugeldum.

Það gengur ekkert í því að leysa deilurnar, samkvæmt talsmanni taílensku ríkistjórnarinnar vilja þeir að mótmælendur hætti mótmælunum og fari heim til sín. Mótmælendur eru reiðir eftir að Commander Red var skotinn í hausinn í gærkvöldi. Mótmælendur eru langt flestir fátækir bændur sem eru ekki sáttir við ríkistjórnina. Ríkisstjórnin, þ.e. æðstu menn í stjórninni, finnst víst ekki vera sýndur nægur áhugi á nýjum kosningum. ...Maður spyr sig hvað þarf að sýna mikin áhuga og hvað þarf eiginlega að gerast svo að ríkið vinni í því að leysa málið.

Ég hélt að hótelið mitt væri lengra frá óeirðunum en það er, en mér var sagt í móttökunni að það tæki svona 15-20 mín að ganga þangað. Ef ég hefði gengið í 10 mín lengur áðan hefði ég líklega endað á svæðinu þar sem allt er að gerast. Það var meira að segja tuktuk bílstjóri sem spurði mig hvort ég vildi ekki fara þangað og benti í áttina að óeirðunum til "að sjá smá aksjón" og svo hló hann ógurlega og lamdi í bumbuna á sér.

Þrátt fyrir að vera eins nálægt og ég er þá heyri ég ekkert. Það breytir því samt ekki að ég ætla ekkert að hætta mér út nema bara út í búð sem er hinum megin við götuna.


mbl.is Átök í Taílandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Réttarhöldin: Khmer Rouge Tribunal

Ég og Steinunn fórum í Toul Sleng (S21) á sunnudaginn. Þetta var annað skiptið fyrir okkur báðar, en okkur fannst við verða að fara aftur, sér í lagi þar sem við höfðum ákveðið að fara og fylgjast með réttarhöldunum sem eru í gangi yfir Duch. Áður en lengra er haldið er rétt að rekja aðeins sögu Duch og S21.

Duch, var fæddur 1942, hann gékk í skóla og varð stærðfræði kennari. Hann varð síðar einn af hæstu mönnunum í Khmer Rouge (KR) þegar hann varð yfirfangavörður í S21. Eftir KR fluttist hann úr Phnom Penh. Eftir að konan hans dó skipti hann um trú og er kristinn maður í dag. Árið 1999 var hann uppgötvaður fyrir tilviljun af blaðamanni og var í kjölfarið handtekinn. Til að kynnast manninum betur er hægt að lesa um hann á wikipedia: http://en.wikipedia.org/wiki/Kang_Kek_Iew
S21 var gagnfræðiskóli sem var breytt í fangelsi 1976. Það var alræmdasta fangelsið í KR tímanum. Karlar, konur og börn voru pyntauð og myrt fyrir litlar eða engar sektir. Þau sem voru myrt voru tekin á Killing Fields (Drápshaga), fólk var barið til dauða og börnum var lamið upp við tré. Meiri upplýsingar um S21 má einnig finna á wikipediu: http://en.wikipedia.org/wiki/Tuol_Sleng_Genocide_Museum

Að fara í S21 er virkilega erfitt. Að sjá 30 ára gamlar blóðslettur á veggjum og gólfi, að sjá hvar fólk var pyntað með því að hengja það upp á fótunum þar til það missti meðvitund og þá léttað á slakanum og því dýft ofan í ker af fúlu vatni. Að sjá myndir af fórnarlömbunum. Að lesa sögur fóranarlambana og fjölskyldna þeirra. Að lesa þjóðsöng Kambódíu á tímum KR fær mann til að kúgast. Sér í lagi þegar það er hugsað til þess að í sömu herbergjum sátu skólabörn að læra líffræði og erlend tungumál og samfélagsfræði bara nokkrum mánuðum áður.
Hvernig menn geta verið eins illir og raun ber vitni er, fyrir mér, með öllu illskiljanlegt.

Það tekur u.þ.b. klukkutíma að komast frá húsinu mínu sem er í miðri Phnom Penh út að Extraordinary Chambers in the Courts of Cambodia (ECCC) og hver sem er getur farið inn. Það þarf að skrá sig og vegabréfsnúmerið sitt í bók, en ekki sína vegabréfið sitt (og það þarf ekki að múta neinum) fara í gegnum öryggishlið og láta gramsa í töskunni sinni. Það má samt ekki fara inn með regnhlífar(?!), myndavélar, farsíma eða munnhörpur(?!), karlarnir sem gramsa útvega númeraða poka þar sem öllu er haldið til haga. Svo fer maður að húsinu, upp stigann og þá taka aðrir karlar sem gramsa aftur í töskunni manns, það má ekki fara með neitt matarkyns (vatn, instant núðlur), kveikjara eða auka skó/buxur í plastpoka(?!).

Þar sem lögfræðingarnir eru franskir, enskir, belgískir, kambódískir og örugglega frá fleiri löndum fær maður heyrnartól til að hlusta á það sem fer fram á því tungumáli sem maður kýs. Við vorum seinar í morgun tímann þannig að okkur var hljóðlega vísað til sætis mjög utarlega og erfitt að sjá hvað var að gerast. Vert er að taka fram að það er eiginlega eins og maður sé í bíó eða að horfa á eitthvað sem er ekki raunverulegt. Við, áhorfendur réttarhaldanna fáum ekki að sitja inn í sama herbergi og dómararnir og lögfræðingarnir og saksóknarar og verjendur og vitni og sá seki, þau eru öll inn í byssukúluheldnu glerherbergi.

Við Steinunn vorum heppnar með dag, því það var heljarinnar aksjón í gangi. Við fylgdumst með í 2 tíma (hefði viljað verið lengur en ég varð að fara í atvinnuviðtal) á meðan fyrrum fangavörður í S21 var spurður fram og til baka. Hann svaraði eiginlega engu.. talaði bara í hringi og endurtók sig. Hann var t.d. spurður hvort hann hafði pyntað og yfirheyrt fanga, í febrúar í fyrra sagðist maðurinn hafa tekið þátt í yfirheyrslum og pyntingum, síðasta mánudag sagðist hann ekki hafað pyntað eða yfirheyrt neinn, vegna þess að hann kunni hvorki að lesa né að skrifa. Lögfræðingunum (og mér) fannst það nú ansi asnalegt svar. Ég vissi ekki að maður yrði að vera læs til að getað pyntað einhvern, til þess að rífa táneglur af fólki. Það voru fórnarlömb S21, þau fáu sem lifðu það af (6 manns ef ég man rétt, ekki viss hvað margir eru ennþá á lífi í dag) voru 2 vikum áður í stúkunni og þá sagði einn að fangavörðurinn, sem ég sá, hafði pyntað sig. Svarið hans er líka algjörlega á skjön við eitt af verkefnunum sem hann sá um, hann tikkaði við nöfn á Killing Fields, hvernig gat hann gengt því starfi en ekki pyntingum?

Eitt mjög mikilvægt sem Duch endurtekur mikið er að hann hafði víst ekki vald til að frelsa neinn úr S21 þó eru einhver gögn um að hann hafi freslaði nokkra. Það sem mig langar samt til að vita, ef hann hafði ekki vald til að sleppa neinum úr fangelsinu, hafði hann þá vald til að halda fólki í fangelsinu?

Ég held að það sé ekkert sem getur lýst því hvernig það er að sitja í herbergi með manni eins og Duch. Sér í lagi ef maður er fórnarlamb. Það var einn gamall maður sem sat inni í glerherberginu sem missti konuna sína í S21 og vildi vita hvar hún hafði verið myrt og hvar/hvort hún væri grafin einhversstaðar, maðurinn fékk að sjálfsögðu engin svör frá verðinum.
Að sjá Duch í sjónvarpinu er nóg fyrir mig, ég verð bara ill og sár út í hann, en að sjá hann fyrir framan mig skil ég vel afhverju allt öryggið er og afhverju þau eru inn í byssukúluheldnu herbergi.

Réttarhöldin hafa valdið miklum ágreiningi á milli fólks. Jú öllum finnst að það eigi að færa Duch til saka, en það liggur í augum uppi að hann er sekur. Sumir eru hlyntir aðrir eru ekki hlyntir [þar á meðal ég]. Við sem erum á móti réttarhöldunum erum á þeirri skoðun að peningarnir sem eru að fara í réttarhöldin gætu farið á mun mun betri stað. Það eru ferlega margir sem vinna við að dæma Duch, sameinuðuþjóðirnar að sjálfsögðu borga íbúðir útlendinganna. Ég heyrði t.d. um einn sem fékk bílinn sinn og bátinn sinn sendann hingað svo hann gæti búið hér á meðan á réttarhöldum stendur. Væri ekki réttara að setja fjármagnið í menntun og uppbyggingu? Ég leitaði að því hvað KRT hafa kostað hingað til, en fann engar tölur. Árið 2003 var áætlað að þau myndu kosta 19 milljónir yfir 3 ár, nokkrum arum síðar var talað um 60 milljónir yfir 3 ár… það sem ég hef heyrt á götunni hér er að réttarhöldin séu komin yfir 200 milljónir, sumir segja jafnvel 300 milljónir! Hugsa sér ef þessum fjár væri eytt í menntun og uppbyggingu, Kambódía yrði fljót að koma sér framarlega aftur, eins og hún var 1965.

Ég hreinlega hef ekki talað við neina sem eru hlyntir réttarhöldunum nema 2 lögfræðinga sem vinna við þau, ég held að þeir séu hlyntir þeim því þeir fá borgað fyrir að vinna við þau.

Það er rosalega áhugavert, ógnvekjandi og skrítið að fylgjast með réttarhöldunum, sér í lagi eftir að hafa lesið eins mikið og ég hef gert og talað við fólk sem upplifði þjóðarmorðin, en ég hvet alla sem eiga leið um Kambódíu að líta við í ECCC.
Einnig er þáttur á CTN-International, á ensku og Khmer, sem segir frá réttarhöldunum. Ef mér skjátlast ekki er hann á hverjum degi um 9 leitið.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband