Mánudagur, 28. september 2009
Kominn tími á upp-stefnumót
Langt síðan ég skrifaði síðast.. og það er fullt búið að gerast.
Ég er eiginlega alveg búin að ná mér eftir aðgerðina. Verð samt stundum óskiljanlega mikið þreytt, en það er þegar ég er búin að vera að allann daginn án þess að stoppa neitt. Örið mitt er tiltölulega lítið og mjög snyrtilegt, það eru allir voðalega hissa yfir því. Ég var mjg heppin að fá heila viku aukalega í hvíld því The Giving Tree gaf öllum starfsmönnum alla vikuna í frí fyrir Pchum Ben.
Við Justin fórum til Kampot og Keb yfir Pchum Ben hátíðina. Við áttum mjög góða og rómantíska daga að keyra um sveitina, taka myndir og borða krabba. Við sáum eitt magnaðasta sólsetur sem við höfum séð í Kambódíu, það var eins og atom bomba og alskonar litir sem eru venjulega ekki hér. Kampot er voðalega sætur bær, mjög fáir sem voru þar því allir héldu að vegurinn væri ónýtur. Hann var reyndar mjög holóttur og í slæmu ástandi, sem var mjög hressandi fyrir auma bumbuna mína. Ég vildi að við hefðum haft meiri tíma í Kampot, næst bara.
Við hittum 5 íslendinga í Kampot. Justin hefur sagt öllum að við hittum hálft Ísland í Kampot, hinn helmingurinn hafi þurft að vera eftir á Íslandi að mótmæla... Allavega þau sem við hittum voru Ásgeir sem var líka í Vogaskóla, hann var þar ásamt 2 strákum (Dóri og Elli) og 2 stelpum (Helga og Helga?) sem hann hafði hitt í Nha Trang held ég.. Nema hvað... Dóri og Geiri (unnusti hennar Lenu minnar) eru bestu vinir og við höfðum heyrt als konar sögur af hvort öðru.
Á miðvikudaginn byrjaði ég að kenna ballet. Þær eru svo krúttulegar stelpurnar sem ég kenni. Við vorum rétt búnar að syngja góðar góðar góðar tær, ljótar ljótar ljótar tær og standa aðeins í fyrstu stöðu þegar ég var spurð "Hvenær dönsum við alvöru ballet". Frekar erfitt að svara því, ætli ég verði ekki að hafa stopp dans næst. En við gerðum plié og tondué í fyrstu og annari stöðu, gerðum smá hopp og hneygðum okkur. Þeim fannst það víst voðalega gaman, foreldrar búnir að koma til mín ferlega sáttir og stelpurnar senda mér fingurkossa.
Ég held að það sé alveg öruggt að ég sé í alvöru kærustupari. Við fórum með málverk og ljósmyndirnar hans Justin í innrömmun og erum búin að vera að þræta hvar allt á að fara svo að heimilið okkar sé sem fallegast síðustu daga.
Ekki stoppar fjörið þar heldur héldum við fyrsta matarboðið okkar á laugardaginn. Við buðum Ádísi, Ben og dætrum í mat. Justin keypti mud-crabs og blue-swimmer crabs á markaðnum. Mud-crabs-arnir voru svo ferlega ferskir að þeir klifruðu útum allt í eldhúsinu okkar og við settum þá í kapphlaup eftir gólfinu áður en við settum þá inni í frysti til að svæfa þá. Nema krabbarnir neituðu að sofna. og einn var svo ferlega sprækur að hann kleip mig. Mér er ennþá illt!! Þess utan að vera með kramdann putta var mjög gaman hjá okkur.
Ætli ég verði ekki að hætta að fresta því að læra.. mér finnst æðislegt að vinna 3 verkefni í einu.
Já og ég er Erna dreki núna... Ég var ráðin sem erindreki eða Special Agent hjá The Oriental Travel ferðaskrifstofunni (www.theorientaltravel.com). Spennandi!!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Föstudagur, 11. september 2009
MANDAY á Dohop
Meira nýtt! eftir MIG!
Þið þekkið þetta. coppí-peist á linkinn:
http://blog.dohop.com/index.php/2009/09/11/man-day/
Skellið ykkur á laxerandi, fjárfestið í spandex galla og komið í heimsókn fyrir MANDAY!
njótið
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 14:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 10. september 2009
Strandarferð
Ný færsla eftir MIG! á dohop blogginu um Siganoukville strendurnar.
http://blog.dohop.com/index.php/2009/09/07/beach-holiday-in-cambodia/
njótið.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 9. september 2009
Flakkar um á spítthjólastjól
Já það væri óskandi, en ég á víst að labba eins mikið og ég get til að geta prumpað úr mér öllum vindi. Það sagði læknirninn allavega. Justin gefur mér hæfæv og segist vera stoltur af mér þegar ég prumpa og ropa eins og versti ruddi.
Ég var með botnlanga, ekki lengur.
Byrjaði á laugardagskvöldinu, nú er ég ekki vön að kvarta undan sársauka og bít bara á jaxlinn, þannig að þegar ég fór að hágráta af verkjum vissi Justin að eitthvað væri að. Ég var samt svo þreytt eftir langann dag að ég vildi bara fara að sofa og sjá hvernig ég yrði daginn eftir, hélt að þetta væru kannski bara meltingartruflannir.
Fórum á spítalann á sunnudagsmorgun, og ég fór í alskonar próf þar til ég var drifin inn á skurðstofu því botnlanginn var við það að springa. Klukkutíma seinna var ég öskuill og vildi fara á klósettið kallaði Justin feitann ameríkana því hann var í crocks og stórri skyrtu. Ég er nokkuð viss um að það hafi farið fram á ensku.. 4ml af morfíni seinna og ég var uppdópuð og hamingjusöm. Svo rak ég Justin heim, vildi ekki sjá hann, aðalega því ég vildi að hann myndi sofa sæmilega heima í staðinn fyrir á stól við hliðina á mér, grey Justin var svo uppgefinn og áhyggjufullur.
Á mánudeginum var ég á morfíni líka stórkostlega bólgin á maganum og sátt með lífið... eða svoleiðis. Þurfti að skipta um herbergi og gat fært mig á börurnar alveg sjálf! Það var MJÖG erfitt en ég gat það!
Hjúkkuköllunum fannst ég ferlega fyndin, ég brummaði alla leiðina að liftuni og svo bíbaði ég þegar við bökkuðum út úr henni.
Spítalinn sem ég var á er mjög góður, Royal Rattanak Hospital, kemur frá Thailandi og allar græjur. Læknirinn minn vann víst í St. Pete í Florida í rúm 30 ár. Herbergið mitt var eins og á fínu hóteli, með kitchenette og flatskjá og inn á baði var sjampó, sturtusápa, bodílótjón, sturtuhetta, greiða, tannbursti, bómullar pinni og sápa í mini pökkum eins og á hótelum. Maturinn var eins og á öllum spítölum, ógeð, svo Justin smiglaði alskonar inn handa mér. Fyrir rúmu ári hefði verið erfiðara að fá góða læknishjálp, ég hefði þurft að fara í sjúkraflug til Bangkok eða til Singapore. Mjög gott að það sé kominn góður spítali til Phnom Penh.
Sem betur fer borga tryggingarnar mínar fyrir þetta.. Ég keypti árstryggingu á rúmlega 400 dollara, botnlanginn kostaði tæplega 4000 dollara..
En það er allt í lagi með mig núna, er komin heim og líður bara ágætlega, svoldið aum og lítil í mér.. sem líður hjá. Vinnurnar mínar voru líka mjög góðar með þetta allt . ELT gaf mér 2 vikur í frí og Giving Tree sagði mér að koma when ever..
Núna er ég þreytt, minnsta hreyfing og áreiti tekur svo mikið á að ég verð að fá mér blund.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)