Föstudagur, 29. ágúst 2008
Furðulegt allt saman.
Á mánudaginn var síðasti heili dagurinn minn í Phnom Penh, þriðjudaginn var ég að kveðja á flugvellinum, á miðvikudaginn kom ég heim, í gær fór ég að fá vaktaplanið í BMM, í dag byrjaði ég í Austur Asíufræðum í Háskólanum.
En já.. það var rosalega erfitt að kveðja, sérstaklega á NACA. Fyrst var barist um að fá að borða hrísgrjón með mér. Í kambódíu ef einhver biður þig um að "nyam bai ai khnyom" (borða grjón með mér) þá er það argasti dónaskapur að neita grjónaátinu. Þannig að ég sat bara í miðjum hringnum til að geta borðað með öllum. Það voru hrísgrjón, vatnakál, fiskur, hvítlaukur, chili og spræt. Eftir matinn gáfu þau mér gjafir, silki slæðu og spegil og origami hjörtu og certificate um vinnu mína. Ég átti að halda ræðu til að kveðja krakkana. Mér tókst að lesa 10 orð og var þá farin að hágráta. Phan kom þá og hélt í höndina mína og reyndi að hugga mig. Krakkarnir fóru flestir líka að gráta, allavega þau sem skildu hvað var í gangi. Eftir ræðuna sat ég á gólfinu með krökkunum og reyndi að þurka öll tárin og halda í sem flestar hendur. David fannst þetta mjög fyndið, við værum bara smábörn að gráta svona, hann er náttúrulega bara eitthvað um 3ja ára. Phan hvíslaði þá að honum að ég væri að fara og kæmi ekki aftur daginn eftir eða daginn þar á eftir, ekki fyrr en eftir langann tíma. Þá brutust út rosalega hræðslu og reiði og sorgar öskur frá David, hann fleygði sér yfir hópinn og lenti sem betur fer í fanginu á mér þar sem hann snýti sér í bolinn minn.
Eftir að stóru tárin voru búin var ég reyst á fætur og sett fyrir framan Phan og Sovang. Sovang hélt þá ræðu þar sem mér var þakkað fyirr að hafa verið með þeim í meira en hálft ár, venjulega koma sjálfboðaliðar bara í viku-mánuð. Hann sagðist aldrei hafa átt dóttur, og þau Phan hafi lengi dreymt um að eiga dóttur, eftir að hafa kynnst mér álíta þau mig sem dóttur sína. Auðvitað hélt ég áfram að gráta yfir þessum orðum.
Reach þakkaði mér líka kærlega fyrir og vonar að ég komi sem fyrst aftur, því við vinnum svo vel saman.
Eftir að kveðju partíið á NACA var búið, og komið langt yfir háttatíma krakkana var farið á Liquid. Mig langaði í eitt stykki bjór og áhyggjulausann félagsskap áður en ég færi heim að sofa. Nei... 4 tímum seinna var ég ásamt Justin og Oliver dansandi við ladyboys og hórur á einum alræmdasta girliebar Phnom Penh. En mikil ósköp var gaman.
Síðastu helginni var svo eytt á Sokha beach eins og áður hefur komið fram. Sem var algjör draumur og svo afslappandi. Akkúrat það sem við þruftum.
Síðasta daginn minn ákvað ég að fara í nudd. Nuddstofan, Amara, sem ég fór alltaf á gaf mér kveðjugjöf. Þegar ég er farin að syngja með khmer popp lögum á skemmtistöðum og nuddstofa gefur mér kveðjugjöf er ég þá búin að vera of lengi í Phnom Penh? Neih það finnst mér ekki.
Svo var bara pakkað, auðvitað gleymdi ég einhverju og tók vitlausann myndavélakapal með mér. En öll búslóðin mín var 18 kíló! Og það var með slatta af tímaritum, The Advisor, og nóg af bókum.
Já...ótrulegt hvað tíminn hefur flogið hratt!
Teiti Hart í kvöld. Best að fagan ýmsum tímamótum í lífi mínu.
Heimkoma, þriðji í ammæli, skólastelpa, byrjuð að nota aftur lokaða skó og sokka.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Miðvikudagur, 27. ágúst 2008
39 klukkutímar...
...og ég er komin. Flug til Siem Reap, Kuala Lumpur, London, Keflavík.
Fjölskylda, lasagna, upp-pökkun, sturta, náttföt, sofa, sofa og sofa! Hef ekki sofið í tæpa tvo sólarhringa.
Skóli á föstudaginn! Mjög ógnvekjandi! Eiginlega meira ógnvekjandi heldur en að fara út í óvissuna til Kambódíu fyrir sjö mánuðum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 27. ágúst 2008
Hæhæ
Það er svo gaman á NACA.
ég var líka að læra að gera svona bæta við skrám, þannig að núna get ég sett inn myndir :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 24. ágúst 2008
Versta rúta sem ég hef tekið í Kambódíu,
var með Paramount Express Bus frá Sihanoukville til Phnom Penh. Dempararnir voru ónýtir, þannig að við hossuðumst það mikið að sætisbakið mitt datt næstum því af! Það datt líka partur af rútunni, og það sprakk dekk. Svo fór loftkælingin og aumingja Justin meira brendur en breskur ferðamaður, hann varð sveitasti maður í Suðaustur Asíu.
Rútan stoppaði líka alltof oft á leiðinni, ég held að eigandinn hafi ekki hugmynd um hvað orðið express þýðir þar sem að rúta sem fór 40 mínótum seinna en okkar rúta fór fram úr okkur á leiðinni.
Ef þið eruð á rútustöð í Kambódíu aldrei fara með Paramount.
Reyndar var eitt gott við þessa ferð, það var ekki spilað neitt karíókí á fullum hávaða á leiðinni, ég giska á að sjónvörpin voru biluð. Við vorum ánægð með það, þar sem það voru skuggalega margir hátalarar í rútunni.
Jæja, best að hjálpa meðleigjandanum með vinnuna. Ég er að þykjast vera bankamanneskja :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 23. ágúst 2008
Í sól og sumaryl
og med sand í naerbuxunum.
Sokha Beach er frabaer, ekkert solufolk, engin havaer tonlist bara ro og naedi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 20. ágúst 2008
ka-búmm
Brjóstahaldarinn minn sprakk.
Ég var bara að hósta í mesta sakleysi...ég er reyndar með mjög djúpann og þungann hósta.
Lesson for the kids:
aldrei fara í go-kart í rigningu og fara svo inn í loftkældann bíl og sitja í miðjunni í klukkutíma, fara svo í rosa heita sturtu setja loftkælinguna á ííís-kalt, gleyma henni á þegar þrír strákar koma og bera þig út og sofna svo í ííískuldanum. Ef þú gerir þetta springur brjóstahaldarinn í hóstakasti.
Ég var samt heppin að vera heima, en ekki á flandri. Meðleigjadinn gaf mér tvinna svo ég gæti gert við haldið mitt svo ég gæti haldið áfram að halda öllu á réttum stað með haldinu.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Mánudagur, 18. ágúst 2008
Hvernig veistu að...
þú býrð í þróunnarríki?
Meðleigjandinn segir að þegar það er ekki hægt að fá tandoori kjúkkling og grænmeti og masala í morgunmat klukkan 10 mætti halda að við byggjum í þróunnarlandi.
Hvernig veistu að þú býrð í þróunnarlandi í Suðaustur Asíu:
Það eru um það bil 30 leigubílar í höfuðborginni, í landi þar sem búa c.a. 14 milljónir.
Allir fara leiðar sinnar á mótorhjóli, hvort sem það sé eigið hjól eða motodop, eða með cyclo eða tuktuk.
Að vera feitur er frábært.
Að vera hvítur er toppurinn á tilverunni.
Að borga meira en 5 dollara í hádegismat er fáranlegt.
Þegar það er farið í Go-kart spyr eigandinn hvort þú hafir keyrt áður, alveg sama hvort það sé bíll eða hjólbörur, og hvort þú viljir hafa hjálm.
Bensín er selt í stórum kók glerflöskum, á sama götuhorni er hægt að fá grillaðann kjúkkling og nýja sandala.
Það eru berrössuð börn útúm allt.
Fólk pissar þar sem það stendur, í Kambódíu er Public Display of Personal Hygiene (PDPH) í hávegum haft. Flott að hafa langar neglur til að bora í nefið með eða klóra á skyggðum svæðum líkamans.
Að sjá bara tvær manneskjur á mótorhjóli er óvenjulegt. Venjulega eru það 3-7 á einu hjóli.
Það lyktar allt eins og rusl, chili, hrísgrjón, te og jasmín.
Hvítunnarkermsprufur í súpermarkaðnum, ég fæ oft prufur gefins, mér finnst það mjög fyndið.
það er ekki hægt að kaupa sápu eða krem eða svitalyktareyði nema með hvítunnarmátti.
Annað hvort er mjög heitt, eða RISA rigning.
Maturinn er svo ferskur að kjúkklingnum er slátrað fyrir framan þig, fiskurinn hoppar og skoppar útum allt þar til hann rotast og krabbinn klípur þig í nefið.
Bjór er seldur á herstöðinni þar sem hægt er að fá að skjóta úr byssum, þar eru hermennirnir sofandi við hliðið, strákar hoppa yfir vegginn og flestir eru bara blindfullir eða eld gamlir. Á herstöðinni færðu menu fyrir byssur og skotmörk (kjúkkling, gæs, kallkún, belju, spítu)
Þú situr inni á tiltölulega fínu kaffihúsi að skrifa á tölvuna þína, það er rigning og grátt úti. Þú gætir verið hvar sem er í heiminum..allt í einu labbar fíll framhjá.
þú sért strákur:
go-kart og að skjóta úr AK47 og bjór er fullkominn laugardagur.
Það er frábært að fá drullupoll í andlitið þegar go-kart brautin er rennanblaut í grenjandi rigningu.
Það er ömurlegt að tapa fyrir 22ja ára stelpu í go-karti. (já ég vann!!)
Fullkominn sunnudagur er: djúpsteiktur kjúkklingur, Die Hard og Top Gun á nærbuxunum.
Það besta við stelpur: þegar þær geta ekki klárað matinn sinn.
Þú ert ég:
þú býrð í Kambódíu.
Af einhverri dularfulli ástæðu áttu eiginlega bara strákavini, þar sem það eru víst 5 stelpur á hvern einn karlmann í borginn. Ég hef hinsvegar 10 karlmenn í kringum mig...mjög áhugavert.
Það er asnalegt að borga meira en 4 dollara í hádegismat.
Þú átt 26 gullfalleg börn.
Allavega..
Allt gott að frétta, átti góða helgi þrátt fyrir að fara ekki á ströndina, héldum aftur upp á Man-Day, Go-kart, byssur, bjór, þrjú kveðjupartí, það eru eiginlega bara allir að fara. Aumingja meðleigjandinn, hann verður bara aleinn eftir nokkrar vikur.
Ég ætlaði að hitta Charlie í einn drykk á laugardagskvöldinu og fara snemma að sofa, allt í einu var klukkan orðin 4, síðasti emotions leikurinn spilaður, það er svo gaman að leika emotions, drukkum The Erna, Justin bjó til verstu drykki í heimi, engin ROSApulsa til í pulsuvagninum, urðum að búa til dumplinga í staðinn.
Ætti ég að týna vegabréfinu mínu og bakpokanum mínum og flugmiðunum mínum vera hérna áfram? Eða horfast í augu við þetta og byrja að pakka?
Hvíldarstundin er búin...krakkarnir bíða óþreyjufullir eftir næstu Disney mynd... spurning hvað það ætti að vera.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 14. ágúst 2008
Með tárin í augunum.
Phan er öll að koma til. Er komin heim af spítalanum en er ekki orku mikil. Eg vildi að það væri meira sem ég get gert fyrir hana. Krakkarnir mínir eru voða góðir við Phan, mata hana og hjálpa henni með að drekka og leika sér mest úti svo að hún fái ró og næði, upp að vissu marki, 26 börn búa til mikil læti.
Við erum komin með 13 börn á Who Will. Við viljum taka við fleiri börnum, en það er hreinlega ekki pláss í pínu litla húsinu okkar. Nágrannarnir í hverfinu, sem er eitt fátækasta svæðið í Phnom Penh, hafa séð hvað við erum að gera fyrir samfélagið þeirra og eru okkur ótrúlega þakklát. Á einhver ótrúlegann hátt ætla þau að safna peningum til að láta gera við veginn að húsinu, vegurinn er í rauninni bara drullupollur, í þakklætisskyni við okkur.
Jane fór að sækja börnin, að sjálfsögðu kom hún með of mörg en talað var um í upphafi, hún sagðist ætla að koma með 5 eða 6 börn, kom með 9 börn sem voru skemmtilega bílveik :) Ef við mættum ráða hefði Jane komið með öll börnin úr þorpunum sem hún fór í.. Börnin sem voru sótt koma úr svo mikilli fátækt að ég fór eiginlega að gráta á fundi Who Will í gær. Ein mamman sem leyfði okkur að gefa strákunum sínum betri framtíð vildi gefa þeim 100 riel (0.025 cent) hvorum í spending money á leiðinni til Phnom Penh, en hún átti þau ekki til. Af börnunum sem Jane kom með voru aðeins 2 sem eiga föt til skiptana.
Af 13 börnum eru aðeins 2 sem eiga báða foreldra ennþá á lífi, en þau búa ekki endilega saman. Það átti að henda 3 systkinum út, móðirsystir þeirra hugsaði um börnin en var búin að fá nóg. Mamma þeirra stakk af með öðrum manni fyrir 4 árum, pabbinn býr líka með móðursysturinni, en hann er ekki með vinnu.
Hér eru reglur barnanna sem búa hjá Who Will:
- not to spit
- to blow their noses using toilet paper
- to help each other and Srey Neang (caretaker-inn okkar)
- to throw garbage in one place
- to take care of their things.
Fjármögnunin gengur...svona...það versta við þá vinnu er að ég fæ eintóm nei, alveg sama frá hvaða land ég er að sækja um styrk. Það er þó skárra að fá nei heldur en ekkert svar, þá veit ég alla vega að pósturinn minn hefur verið lesinn. Mig langar svo mikið að eiga næga peninga til að getað byggt allt barnaþorpið. En ég á ekki einu sinni fyrir heilu húsi.
Engin strandarferð, því ekki langar mig til þess að fara ein. Justin og allir þurfa að vinna um helgar núna til að klára að búa til bankann.
Leðurblökurnar eru hættar að kúka á svalirnar mínar
Bráðum er kveðjupartý með stórum tárum á NACA, stóru tárin eru reyndar þegar komin..
Ég fer bráðum að pakka.
Skólinn byrjar eftir tæplega þrjár vikur.
Það er japanskt partí á frönskum stað á morgun í Kambódíu, Íslendingurinn ég ætla þangað með Áströlum, Bretum, Kiwi og Vietnama. Kannski ég drekki kínverskan bjór eða vín frá Chile. Alþjóðlegheitin alveg að fara með mig.
Þetta er óformlegt kveðjuteiti sem vinur minn er að skipuleggja.
Akkúrat núna sit ég á frönsku kaffihúsi með amerískum túristum og kóreiskum business mönnum að stelast til að skrifa blogg á íslensku, ég ætti að vera að undirbúa tvö próf, skrifa fundargerð og fara með lykla meðleigjandans á skrifstofuna hans, en ég ætla bara að reyna að vera komin heim á sama tíma og hann, nenni ekki að fara útí hinn enda borgarinnar í tvær mínótur í hádegis hitanum, það eru líka stór ský sem hóta RISA regni, festist í þannig um daginn, ég varð blautari en sjórinn á 5 sekóndum.
Bráðum vakna krakkarnir, það er alltaf blundur frá 12-15, þá fer ég að fá mér að borða og vinna að öðrum verkefnum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 11. ágúst 2008
Meiri erfiðleikar
Phan, sú sem stofnaði NACA fékk hjartaáfall.
Þegar ég fór á spítalann til að heimsækja hana þekkti hún mig varla til að byrja með, en eftir 15 mínótur meðtók hún mig og hélt í hendina mína og fór að gráta.
Þar sem þau hafa ekki efni á að vera lengi á spítalanum þarf Phan að koma heim á morgun.
Krakkarnir gera smá grín af þessu. Þau líkelga skilja ekki alvarleika hjartaáfalls.
Vonum að henni batni sem fyrst.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 9. ágúst 2008
Einu sinni..
var ég og Sigrún fastar í lest í fleiri fleiri klukkutíma. Ferðin frá Nanning til Shanghai átti að vera 28-30 klukkutímar, við áttum að koma snemma um morguninn. Komumst loksins út úr lestinni eftir 16 tíma seinkun, og okkur var sagt að það væri enginn matar vagn, málið var að við máttum ekki fara þangað. Það var enginn sem gat sagt okkur neitt, eða vitað hvort eða hvenær við myndum loksins koma til Shanghai.
Þegar við Justin fórum til Thailands sváfum við aðeins yfir okkur, en vorum samt mætt á flugvöllinn 50 mínótum fyrri brottför, allavega tímann sem stóð á flugmiðanum mínum. Air Asia ákvað að flýta fluginu, ekki bara um 10 mínótur heldur 45 mínótur, ef Phirom (bílstjóra bjáninn sem keyrir hægar heldur en skjaldbaka) hefði verið mínótu lengur á leiðinni hefðum við mist af vélinni. Góði maðurinn með rauða bindið lét vélina bíða, allir farþegarnir í vélini horfðu á okkur með illum augum þegar við hlupum um borð.
Þegar við flugum frá Koh Samui sátum við föst í vélinni í nokkra klukkutíma, afþví að það var ekki hægt að starta vélinni! Að sjálfsögðu sagði Bangkok Air okkur ekki baun. Bara "We're sorry for the inconvenience, there is something wrong with the plane, we´ll get going as soon as possible."
Ætti ég að fara í mál við lestina? Eða Air Asia? Eða Bangkok Air? Held ekki.
Þegar Justin og Bridie fóru til Bangkok fór vélin klukkutíma of snemma! Um helmingur farþega missti af því flugi og þurftu þar að leiðandi að kaupa nýjann miða!
Annars þá hef ég fengið SMS frá Iceland Express þegar það var seinkun á fluginu mínu til London. Það var ágætt, fékk að sofa aðeins lengur.
Þegar ég var á leiðinn i heim frá Malasíu eftir að vinna í Kuala Lumpur var seinkun á fluginu frá London. Man nú ekki hvað lengi, að sjálfsögðu vissi enginn neitt.
Allavega, stundum hreinlega bila tækin. Ekkert við því að gera, jújú það er pirrandi. Ekki eins og tækin segi til um hvað þau verði lengi biluð! Frekar vil ég vera föst á flugvelli á meðan það er gert við vélina heldur en að mér sé flýtt um borð! Eins og málshátturinn segir, betra er seint en aldrei.
Það er þó allavega eitthvað hægt að gera á Kastrup, ekki mikið um að vera á Hard Sleeper farrými í kínverskri lest. Hvað þá á flugvellinum í Yogja þar sem ég sat einu sinni föst í marga klukkutíma. Hins vegar er allt í lagi að vera föst í tuktuk í Phnom Penh, alltaf eitthvað að gerast í kringum mig, og sölumanneskja með snakk á hausnum kemur pottþétt að selja mér engisprettur og kakkalakka, jafnvel steiktar núðlur.
Jæja, við erum að fara í Go-Kart, það er Man-Day í dag, ég fæ að vera karlmaður í dag. Eftir kappaksturinn ætla þeir að skjóta úr byssum, finna sóðalegann mat, hugsanlega meat on stick, me man eat meat. Svo förum við á khmer kick boxing keppni, dýrustu miðarnir eru á 4 dollara, og það eru frægir (local ekki international frægir) menn að keppa. Ég er ekki nógu mikill maður til að muna hvað þeir heita, ég er með maskara.
Vona að ég fái ekki bilaða Go-Kart-inn eins og síðast.
![]() |
Fjöldi farþega Iceland Express bíður í Kaupmannahöfn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 04:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)