Er réttlætinu náð?

 

Það hafa verið ansi skiptar skoðanir um réttarhöldin og ég er mjög á móti þeim. Jú það á að draga mennina bak við Khmer Rouge til réttlætis en hvernig getur Extraordinary Chambers of the Court in Cambodia (ECCC) og Sameinuðu Þjóðirnar réttlæt það að eyða tæplega 80 miljónum dollara í réttarhöldin og þau eru ekki nálægt því að vera búin. Það er aðeins búið að rétta yfir einum manni. ... Eins og það hefði verið hægt að gera mikið fyrir 80 milljónir dollara. Þrjátíu og fimm ár... það er nú ekki mikið fyrir það að hafa stjórnað pyntingum og skipað að berja lífið úr allavega 16.000 manns. Það var áhugavert að fylgjast með réttarhöldunum því það var aldrei talað um að drepa, myrða, eða slátra heldur var orðið "smash" notað eða mölva/mölbrjóta. Eins og það sé mannúðlegra.  

 

Duch fær 35 ár en mun eflaust ekki vera lengur í fangelsi en 19 ár. Fólk sem fór á réttarhöldin misbauð og fannst dómarar svívirða fjölskyldu sína vegna þess hve refsingin er í rauninni væg. Verjendur Duch töluðu mikið vörninni um að hann hefði bara verið að fylgja skipunum. Fólk hefur samt alltaf val um hvað það gerir. Verjendur töluðu um að hann væri endurbættur kristinn maður sem iðrast mikið þess sem hann gerði, þó að margt sem hann sagði og hvernig hann hagaði sér í réttarhöldunum sýndi fram á annað.. 

 

Mér er oft hugsað til Pich, nemenda sem ég hafði einu sinni í fyrra í ELT. Ég þurfti að útskýra orðið satellites eða gervihentti. Ég sagði að þeir væru búnir að vera til lengi og væru notaðir til að fyljgast með heiminum og fólkinu, hvað væri að gerast víðsvegar og þess háttar. Herinn notaði þá tildæmis mikið. Ein 13 ára stúlka spurði „Voru til gervihnettir 1976?" Ég svaraði já og sá fyrsti hefði verið notaður 1957. Stúlkan spurði þá "Ef gervihnettir voru notaðir 1957 og ef það var hægt að sjá hvað var að gerast alstaðar í heiminum þá, í gamla daga, afhverju kom enginn hingað þegar var verið að myrða fjölskylduna mína?" ... Meiri og ýtarlegri umfjöllun um réttarhöldin: http://www.phnompenhpost.com/index.php/2010072340753/National-news/long-road-to-day-of-reckoning.html


mbl.is 35 ár fyrir glæpi gegn mannkyni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband