Sunnudagur, 14. mars 2010
Mánuðurinn sem leið
Halló halló, ég er á lífi og allt í lagi með mig!
Ég hef reynt að blogga á hverjum degi síðustu þrjár vikur, en það er eitthvað að tengingunni þannig að ég get ekki vistað og birt blogg. Ferlega pirrandi. Ég er búin að hafa samband við alskonar tæknimenn hjá blog.is en ekkert gengur.
Annars er ekkert svo mikið búið að gerast.
Manday var haldinn við komu vinar Justins, þar sem bætt var inn Paintball. Það var stuð að venju, go-kart, byssur, painball, kickbox, bjór og almenn gleði.
Um síðustu helgi fórum við á ströndina, það var þriggja daga helgi vegna International Womens day og því var um að gera að drífa sig niður á strönd! Sjór, sandur, sól... þetta venjulega. Góð afslöppum. Vorum í bungalow rétt af ströndini upp á kletti með ótrúlegu útsýni og hengirúmi. Fórum á markaðinn og keyptum krabba og létum elda fyrir okkur þar, borðuðum helling af sjávarfangi á ströndinni að sjálfsögðu.
Við plönuðum líka tvö frí í apríl, eitt á ströndina yfir helgi og annað til Singapore því að í apríl er Khmer nýja árið og þá er viku frí. Við ætlum á Bintang eyju sem er c.a. klukkutíma frá Singapore og liggur af Sumatra í Indónesíu og fara á fjórhjól og versla taxfree. Við ætluðum upphalega til Malasíu en það var svo ferlega dýrt að flúgja..
Svo er það bara þetta dagsdaglega. Vinna, læra, vinna meira og fara á dansnámskeið.
Nú sit ég á Metro, einu af uppáhalds kaffihúsinu mín og fíllinn hún Sambó gengur framhjá, dóttir forsætisráðherrans var að koma á fína fína bílnum sínum sem er svo umbreyttur frá Benz að það er ekki hægt að kalla hann neitt nema með hennar nafni. Og betlari situr á gangstéttinni fyrir utan.
Jæja, best að rumpa þessari ritgerð af svo ég geti haldið Cheeky Sunday hátíðlegann.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)