Venjuleg helgi

I gaer for eg í afmaeli hjá Nick, hann vinnur hjá Brocon sem leigir mér íbúdina. Ég var fyrst til ad maeta. Thetta átti ad vera Grill teiti. Allt kvoldid beid ég eftir ad heyra "Fire up the barbie, mate". Theta var kvoldverdarbod, an kvoldmats. Vid nutum fljotandi ónaeringar í stadinn. Um midnaetti voru pizzur pantadar, svo var vatn pantad og einhver pantadi sígarettur. Thad kom allt upp til okkar. Gaerkvold var mjog skemtilegt! Thad kom mér samt á óvart ad ég var sú eina sem kom med eitthvad handa gestgjofunum. 

Adan fór ég ad fá mér ad borda, thar sem ad ég átti ekkert nema eina skinu sneid og fjolkornakex í ískápnum. Umferdin var furdulega haeg nidri vid ánna. Ég skildi ekkert í thessu... svo sá ég ástaeduna. Einhvern vegin hafdi fíll komist inn í borgina og var á roltinu á River Side. Túristar hlupu út af veitingastodum til ad taka myndir af fílnum. Ég bý hérna svo thetta er óskop venjulegt fyir mér.  Thar sen ég er expat-i núna, borda ég 'vestraenann mat'. En bara stundum, thad tekur svo langann tíma ad matreida hann. Ég fékk mér dýrustu máltídina mína hingad til. Hamborgari og vatn á 6 dollara. Borgarinn var furdulegur. Alltof steiktur og thurr, en samt rosalega djúsí. Á leidinni hingad stoppadi ég í DVD búd til ad finna eitthvad lélegt til ad horfa á ádur en ég fer ad borda aftur og í kvedju partíid sem ég og Kyle aetlum ad halda fyrir Dave. Fremst í hillunni í búdinni var Jar City. Mýrin. Vid hlidina á The History of Angkor Wat og Killing Fields. Skemmtilegt nokk.

Á midvikudaginn var ég veik, med hita og alskonar. Mer leiddist svo ótrúlega ad ég vard ad klaeda mig, taka mototaxa og kaupa sjónvarp. Stórt og fínt sjónvarp á 100 dollara. Nú vantar bara bord til ad setja thad á. Nick aetlar ad gefa/lána mér 2 bord.

Midvikudagur var líka fyrsti dagur í kínverska nýja árinu. Fólk er ennthá ad sprengja thessa helvítis hvellhettur. Allann daginn og alla nóttina. Ég hrekk upp vid thad á nótunni.  Ég dett naestum af motoum vid laetin í theim. Nema hvad, ég er búin ad sjá miljón drekadansa, en er aldrei med myndavélina mína á mér. ...Fyndna er ad ég sé ekki dansana á venjulegum stodum, eins og í gordum eda hofum. Ne-heihei. Naesta gotuhorn virkar vel. Nú eda bara bensínstodin! Trukkar af fólki og trommum og drekum bruna fram og til baka um borgina og stundum dansa their bara á trukkinum. 

12 febrúar fer ég, Ann (nýji sjálfbodalidinn), 72 krakkar, Mr. Lee og allir sem búa á LHO í brúdkaup hjá systur Sokhorn. Veislan byrjar klukkan 1 eftir hádegi, vid leggjum af stad klukkan 4, seinni partinn. Vid komum heim daginn eftir, klukkan 7. Thetta á víst ad vera edlilegt. Nú tharf ég bara ad finna eitthvad til ad vera í. Mér er sagt ad thad sé nóg ad vera í gallabuxum. En ég aetla ekki ad fara í gomlum gallabuxum og stuttermabol í brúdkaup! 

Ég aetladi ad skrifa meira, ég man ekki hvad thad var. 

Ég held ad thetta sé lengsta bloggid mitt hingad til.

Ég aetla ad halda áfram ad horfa á lélegt-gott sjónvarp.

 Baejo!

p.s.

Lena: rotturnar hér eru ógedlsegar, ekki hárlausar og litlar og saetar. Thaer eru lodnar, skítugar og brúnar.

Gudrún: Thad er ótrúlega fallegt hér. Sólin skín allann daginn, frá 6 á morgnanna til 7 á kvoldinn. Léttur gustur í pálmatrjánum. Heitt, og thad mun bara hitna. 

Sigrún: Óvedur, hvad er thad? Hef ekki fengid almennilegann vind eda séd regn í nokkrar vikur. Thad datt ein dropi á mig ádann samt. 

 

 


Hver sendi mer thessa grein?

Thad var einhver sem sendi m'er thessa grein i tolvuposti. Sendandi spyr "Ekki vissi ég af þessum skæruliðum. Er manni ekkert sagt?"  HVER?

Eg er i Kambodiu, Cambodia, Kampuchea. Ekki i Kolumbiu!

 Engir skaerulidar her, ekki lengur alla vega. Bara dreka dansar og hvellhettur. Gledilega Rottu!

Afmaelis teiti a morgun, brudkaup i naestu viku.

See you tomoro teacha


mbl.is Mótmæli gegn Farc í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hae

Hae!

thad var ekki meira.

kannski seinna 


Ég er flutt!

Ég er komin í íbúdina mína. Hún er aedi!

Ég hef aldrei gert jafn mikid á einum degi eins og ég gerdi í dag.

kl 0700:vakand

0705-0950: hroft á sjónvarpid

1000-1030: brunch

1030-1100: lagt af stad á nýja stadinn

1100-1120: farid yfir íbúdina med Nick, sá sem ég legji hjá

1122-1125: hlaupid um og hoppad og allir takkar skodadir

1126-1230: sett utan um rúmid, tók úr toskunni og allri búslódinni minni sem eru 10 kg komid fyrir.

1235: nád í mótó taxa og farid nidur á Lake Side til ad hitta Sky.

1303-1330: spjallad vid Sky og tha sem vinna med henni, spilad fjarhaettu spil sem eg skil ekki enntha, ég tapadi samt ekki!

1331-1440: farid ad kaupa sófa bord, stól, hillu fyrir fot og ruslakorfu.

1445-1505: dótinu komid fyrir

1506-1630: farid á Central market, keypti bleika hátalara, bol og DVD spilara

1630-1710: labbad heim og farid med myndir í framkollun og keypti vatn til ad geta sett eitthvad í ískápinn minn.

1712-1820: verslad í matinn, diska og glos, ég gleymdi samt hnífaporum.

1822-1830: rifist vid tuk tuk stjóra um verdid til ad fara heim til mín frá Lucky Market.

1840-1940: gegid frá matvaelunum og thvotta duftinu, rosalega gód sturta,fullt af kremi smurt á rauda sólbrenda nebbann minn, farid í fot og út.

1942-2005: gengid um hverfid til ad ákveda hvar ég vildi borda. Ég er med dýrindis gas eldavél en enga potta eda áhold.

2015-2040: bordad. Steiktar núdlur med kjúkkling, baby corn. gulrótum, baunum, sveppum og papriku. Vatn og einn kokkteill til ad halda upp á nýju íbúdina.

2040-2045:leitad af net kaffi.

2045-núna: skrifad thetta.

Svo veit ég ekki hvad ég á ad gera meira í kvold.

Kemur allt í ljós.

Erna.

p.s. Heimilsfangid mitt er

83e2

Street 130

Phnom Penh
Cambodia.

Ég er samt ekki viss hversu vel thad virkar ad senda gamaldags póst, en thad má alveg reyna :)

p.s.2

Gudrún spurdi hvad Khmer er til ad varna ollum misskilning tha kemur skyringin hér: Khmer er fólk frá Kambódíu. 

 


Same same

dagarnir eru svipadir, eg vakna klukkan 6 a morgnanna borda morgun mat og fer ad kenna ensku. Svo borda eg hadegismat, kenni meiri ensku, fer heim. Borda kvoldmat, og er sofnud um 10 leitid.

Ekki í gaer! Í gaer fór ég med nýju Khmer vinum mínum á khmer bar. Ég var eina hvíta manneskjan á ollum stadnum, og thetta er stór bar/veitingastadur. Ég drakk bjór eins og khmer, med klaka og skáladi vid hvern sopa. Vid vorum med risa bjór, alveg 6 lítra eda svo. 6 dollarar! Cheap and best. Sky sem tók mig á barinn gaf mér nýtt nafn. Choul, minnir mig ad thad sé skrifad og thad týdir hvad annad en Same same! Strákarnir í hópnum heita allir einum staf, thad var T sem aetlar ad gefa mér reidhjól, K sem kedjureikir og Z sem er naestum tví dvergur. Their eru allir laegri en ég. Sky baud mér líka ad koma med sér til Sihanouk Ville fyrir kínverska nýja árid. Thad byrjar í naestu viku.  Mér finnst thad skemmtilega furdulegt ad hún er "gód stelpa" ad eigin sogn. Kemur heim klukkan 10 oll kvold og langar til thess ad giftast brádum og eignast born.. hins vegar reykir hún og drekkur. Og er samkynhneigd, alla vega í bili.  

Thad er gaman ad thykjast vera local. Allir thessir ferdamenn og hippar geta verid leidigjarnir. Hipparnir vaxa á trjám hér. Eitt hippa par á gistiheimilinu mínu er med 2ja ára dóttur sína med sér. Med morgunmatnum reykja thau hass á medan stelpan gefur fiskunum gamalt braud.

 A kún.

Choul.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband