Þriðjudagur, 10. nóvember 2009
Viltu koma út að leika Villi prins?
Eins mikið og það var þjarmað að manninum sem átti að útvega okkur invæt í kvöldverðinn í kvöld, kom allt fyrir ekkert og við fáum ekki að hitta prinsinn. Kannski í næstu viku þegar hann er búinn að vera 11 daga á dörtbæk. Þetta er ekkert smá fyrirtæki fyrir prins að vilja fara á dörtbæk í Kambódíu. Tveir gædar. 4 trukkar af græjum og öryggisvörðum. Ein Þyrla. Slatti af gúrkum (eða nepölskum hermönnum)... Ég er með krosslagða fingur um að við fáum að hitta hann í næstu viku þegar hann kemur til baka.
Annars fékk ég ROSA góðar fréttir í dag. Við fáum ÆÐISLEGA íbúð. Þegar ég er búin í prófum byrja ég að pakka og svo fáum við fluttninga menn 9 janúar (því við förum til Ástralíu í millitíðinni) og svo flytjum við á Riverside í 2ja hæða íbúð sem er 2ja herbergja, 2 baðherbergi, svalir, útsýni og víst með fullbúnu eldhúsi og það er víst bar í íbúðinni líka. Og það verða engir reikningar, bara leiga, því það er bara einn rafmagnsmælir og hann er fyrir bankann sem þýðir að ég geti hætt að vera sveitt heima að læra því við getum notað loftkælingu! Besta er: enginn leigusali, engin rotta og engar framkvæmdir!
Talandi um rottur. Þegar ég var að hengja upp þvott í þvotta/gestaherberginu uppgötvaði ég að rottan hafi komist þar inn og fengið niðurgang á náttborðið. Hressandi.
Ég keypti loksins hjálm í dag. Ég er búin að máta svona milljón og tvo hjálma en enginn hefur passað þar til í dag. Ég fékk þennan fína Zeus hjálm. Eini gallinn er sá að hann er ekki með hökuvörn, en það er betra en að vera með engan hjálm eða hjálm sem er með hökuvörn og er alltof stór. Þar sem að Justin á tvo (einn venjulegann og annann dörtbæk) þá hef ég verið að nota hans venjulega en hann er að sjálfsögðu of stór.
3 vikur eftir af skólanum, prófin klárast eftir mánuð (9. des) og þá frí! Jeij!
Verið sæl að sinni.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 14:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 8. nóvember 2009
Vilhjálmur Bretaprins að koma í heimsókn!
Helvítis rottan sem ég fann inni hjá mér um daginn meig í ullarteppið mitt, sérlega skemmtilegt þegar við eigum bara eitt teppi og veturinn fer að leggjast yfir Kambódíu. Nú er ég búin að þvo það tvisvar sinnum og ekki skánar lyktin.. Termítarnir sem ég fann í vikunni hafa ekki gert vart við sig í nokkra daga, kannski eru þeir í verkfalli eftir að ég spreyjaði svo eftirminnilega á þá, hálfur brúsi af Raid á svefnherbergisgólfið mitt.
Villi Prins var að lenda í Phnom Penh, enginn komst neitt og mikið af vegum lokaðir og búnir að vera lokaðir í klukkutíma, það tók Justin 40 mínótur að komast heim frá mótórhjólavirkjanum sínum sem býr 5 mín frá okkur. Nema hvað... Villi prins er að fara á dörtbæk í 11 daga einmitt með mótórhjólagaurnum hans Justins og 40 öðrum. Við erum mikið búin að reyna að pressa á hann að fá invæt í kvöldverðin sem er á þriðjudaginn. Ef við bara gætum tekið frí og farið með, því allir eru víst velkomnir með í túrinn, það á að fara um Cardamoms fjöllin upp til Preah Vihear og alskonar spennandi. Nú er eins gott að rottan hætti að kúka á gólfið svo að ef við fáum invæt í kvöldverðin og tökum Villa svo á djammið að þá er skilda að enda kvöldið með svínarifjum og special magic sauce frá Indónesíu sem þýðir að hann yrði að koma heim til okkar. Ég get ekkert lært mannfræði þegar svona mikið liggur við, verð að kaupa nýja moppu og skúra í sparifötunum svo ég geti stukkið til að hitta verðandi kónginn. Justin er álíka spenntur og ég yfir þessu öllu saman og langar mikið að fá mynd með prinsinum, sér í lagi þar sem hann er nú hálf-breskur og Ástralía er ennþá undir pilsfaldi drottningarinnar.
Nóg um dagdrauma, best að skrifa um hvernig trú er notuð til að stjórna samfélögum. (Ef þú átt 1000-1300 orða ritgerð um það efni máttu endilega gefa mér hana í snemmbúna jólagjöf )
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Föstudagur, 6. nóvember 2009
Óvinurinn
Einkar áhugavert að Taílendingur hafi verið ráðinn sem sértækur efnahagslegur ráðgjafi ríkisstjórnarinnar þar sem Taíland og Taílendingar séu almennt talin óvinurinn.
Ég vona að þetta ýti ekki mikið undir spennuna sem er hér nú þegar. Kambódar eru að sjálfsögðu á því að ef stríð brýst út að þá munu þeir vinna, sem er eiginlega bara heimskulegt og langsótt. Kambódískir hermenn sem eru við landamærin að verja Preah Vihear eru bara bændur sem kunna varla að fara með byssur.
Nú er bara að bíða og vona að Thaksin komi einhverri reglu á eyðslu ríkisstjórnarinnar. Það var til dæmis verið að byggja nýja byggingu í Phnom Penh fyrir Ministry of Interior, Hun Sen samþykkti bygginguna víst en þegar það var búið að byggja hana fór hann til að vera við opnunina og sagði "nei, mér líkar hún ekki, gerið nýtt!!" og nú stendur þessi risa bygging auð. Augljóst að Hun Sen samþykkti ekki teikningarnar sjálfur, heldur bara einhver aðstoðarmanneskja. Þar fuku milljónir dala sem hefði verið hægt að nota í t.d. betri skóla, betri spítala, nýja vegi eða í forvarnarstarf.
Það mun náttúrulega ekki gerast að Thaksin minnki spillinguna sem er hér, enda sakfelldur sjálfur um spillingu og, eins og nafnið hans segir, þá tekur Thakasin Shinawarta til sín sína parta...
Kannski ég ræði þetta í ensku tíma á eftir... það væri áhugavert að sjá hvað nemendurnir mínir hafa að segja um þetta.
![]() |
Taíland og Kambódía deila |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 06:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 5. nóvember 2009
Ljúfa líf
Ég og Justin áttum yndislega 4.5 dag í Siem Reap. Hótelið var æðislegt, fyrir utan það að það var ekkert beikon með morgunverðar hlaðborðinu (Justin var mjög ósattur með það!!). Við ætluðum að skoða Angkor en svo varð ekkert úr því þannig að við nutum þess bara að vera saman. Gerðum eiginlega ekkert annað en að sofa, borða og sofa meira. Justin fór í golf og ég fór á spa í skrub og nudd.
Við fundum frábærann japanskann veitingastað, vel falinn í hliðar götu langt frá öllum túristum og með pínu pínu lítið skilti sem sést ekki! En maturinn æðislegur og stórir skammtar. Kona eigandans kom út úr eldhúsinu alveg furðulostin á pöntuninni okkar og spurði "Eruð þið viss um að þið viljið allann þennann mat!?", þegar allt (miso súpa, 2 forréttir, salat, kjúkklingabitar, svína-katso og 12 sushi bitar) var horfið ofan í okkur ásamt potti af Woolong tei var konan alveg agndofa.
Það var voðalega gott að komast út úr Phnom Penh í smá tíma, alveg best í heimi. Það var líka Water Festival í Siem Reap en ekkert í samanburði við það sem gengur á í Phnom Penh. Við fundum góðann stað til að standa á og horfðum á fullt af bátum keppa í kappróðri. Skemmtilega mikið af stelpu liðum en það lið sem vann var að sjálfsögðu ANZRoyal liðið!
Nú fer svo sannarlega að styttast í Ástralíu! Og ég hlakka svo til! Þrjár vikur af stuði og gleði, sól og hita, ströndum og ströllum. Justin er búinn að þjálfa mig í áströlsku:
Við förum til Radelaide (Adelaide) að hitta rellies (ættingja) til að halda chrissie (jól). Svo förum við á barinn og fáum skúner (1/2 líter af bjór) og pöj (pæ, baka) og ég mun segja með nöldur tón "chuck us a pöj, luv" (gemmér böku, ljúfan).
Ég ætla að panta að fara í Ikea svo að jólin mín geti byrjað, er meira að segja búin að finna það út á netinu hvað það er langt í næstu Ikea búð í Melbourne og Sydney. Eldfastamótið mitt brotnaði nefninlega, eða hreinlega klofnaði í tvennt og kallinn á markaðnum vildi fá 27 dollara fyrir skitið skítugt mót! Svo langar mig líka til að kaupa ostaskera, ég er búin að skera mig einum of oft á puttunum við það að skera ost.
Best að skúra og setja utan um sófann um leið og ég er búin að koma rottunni, sem var að hlaupa yfir stofugólfið mitt, út!! Ewww!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)