Laugardagur, 22. nóvember 2008
Spilakvöld bankastjóranna
Það er alltaf gaman að halda spilakvöld, hitta góða vini og draga upp eitthvað spil eins og t.d. Monopoly..
Forstjórar bankana á Íslandi hafa spilað annars konar Monopoly eins og kemur fram í viðtali við Karlheinz Bellmann, Þjóðverjann sem kom hingað til lands eftir að hafa tapað 110.000 Evrum í dagblaðinu The Age frá Melbourne, Ástralíu.
"...just as the cynical reactions among Icelandic bank executives at the bar in the Grand Hotel: "Of course we played Monopoly with the country," they told me. "And we had fun. Most of the time it went fine."
( http://news.theage.com.au/business/icelanders-in-shock-after-global-crisis-20081121-6do9.html )
(Ísl: "...bitrir forstjórar bankanna á Íslandi sögðu á bar Grand Hótels "við spiluðum Monopoly með landið og höfðum gaman af því. Oftast fór allt á besta veg")
Mér er spurn, ætli þeir hafi verið með Monopoly spilið fyrir framan sig og hennt teningum og notað alvöru seðla?
Við komu Bellmanns kom fram í fjölmiðlum hér á landi að hann ætlaði ekki heim fyrr en að hann væri búinn að fá allt sitt sparifé til baka. Fjórum dögum síðar, eftir að hafa hitt Íslendinga í tárum yfir ástandinu hélt hann heim á leið. án sparifésins en þó með loforð um að það myndi skila sér á endanum, með því hugarfari um hvað væri hægt að gera fyrir okkar vesælu þjóð, sem átti allt.
Við ættum kannski að gera eins og í Kambódíu, taka upp erlendann gjaldmiðil, en halda krónunni sem klinki. Til þess að þetta fyrirkomulag virki þarf einhver spilltur og ríkur að dæla inn erlenda gjaldmiðlinum til að halda genginu alltaf á sama róli. Augljóst er að það hefur verið mikil spilling í fjármálaheimi Íslands, samanber að þeir hafi skemmt sér í "fjárhættuspilum" með peningana okkar, svo það ætti ekki að vera mikið mál að finna eins og einn íslenskann Hun Sen hér, ég er meira að segja með einn í huga, þó ég nefni engin nöfn.
Ætli við förum aftur í torfkofana? Það er ekki nema rétt rúm öld síðan við skriðum úr þeim al-lúsug, í skítugum rifnum görmum, með keytu í hárinu, að slepja dauðann úr skelinni, og nú er sykur að verða munaðarvara. Við hreinlega risum of hátt alltof hratt.
Ísland bezt í heimi?
![]() |
Ekki að setja sig í neyðarsnöru |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Föstudagur, 21. nóvember 2008
læra læra læra...veik
Hvað fæ ég fyrir að reyna að vera dugleg? hita, beinverki, mígreni, skemmtilega mikinn flökurleika, lystarleysi og svaðalega svöng á sama tíma og almenna uppgjöf. Og ég þarf að skrifa ritgerð og læra fullt af táknum og málfræði sem mér þykir ómögulegt, því annað hvort kann maður kínversku eða ekki.
Gott þó að það sé þessi helgi sem ég þarf að fá flensu en ekki næsta eða síðasta, þar sem það er vinnu helgi og ég þarf sannarlega á klinkinu að halda.
Það er búið að bjóða mér vinnu sem ritstjóri hjá fjármálablaði, og sem prófarkarlesari fyrir hinar ýmsu deildir Sameinuðu þjóðanna, og sem ensku kennari á háskóla stigi, og sem leiksskólakennar, og auðvitað sem freelance greinahöfundur. Þá er bara hvað ég vil.. Eitthvað sem drepur mig í stressi með endalausa skilafresti og mjög laaanga daga en lýtur rosalega vel út á ferilskránni minni, eða eitthvað sem er afslappað. Ég sé bara til.
best að reyna að lesa glósurnar mínar til að skrifa ritgerðina, ef augun á mér hætta að detta úr fókus og flökta.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 11. nóvember 2008
Lífið á Íslandi
Það var verið að skamma mig fyrir að blogga ekki, fleiri en einn meira að segja. Jæja, það er bara ekki svo mikið sem gerist á Íslandi, og lífið er ekkert sérlega spennandi hérna.
Ég fékk átta fyrir fyrstu háskólaritgerðina mína, ekki slæmt það.
Mér tókst að æfa 5 sinnum á rúmlega sólarhring, 2x í ræktina, 2x út að hlaupa og 1x að synda í Laugardalslaug. Og nei það var enginn sem tók mynd af því þegar ég fór út að hlaupa eða að synda, þannig að þið verðið bara að trúa mér.
Ég held ég sé með ofnæmi fyrir nammi og ávöxtum. Ég og mamma keyptum okkur að sjálfsögðu nammi á laugardaginn, og ég hætti hreinlega ekki að hnerra, sama gerðist þegar ég var að borða banana í gær og í dag og epli í morgun.
Það er kalt. Sólin rís seint á morgnanna og sest snemma á eftirmiðdaginn... það er kominn vetur.
Ég ætti að vera að vinna í heimildavinnu fyrir næstu ritgerð... en stundum nenni ég því als ekki. Þannig að ég ákvað að kippa þessu bloggleysi í lag.
En já... það er ekkert sérlega mikið að gerast þessa dagana, jú ég fór í bíó með Guðrúnu í gærkvöldi eftir að hafa verið á hlöðunni að læra í 6 klukkutíma með einni pásu til að borða eitthvað. Við sáum Burn after reading, hún er frábær! Magnaðir karakterar og sprenghlæjileg, ekki að maður læri neitt af henni..
Jæja, best að halda áfram.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)