Mánudagur, 27. október 2008
Ísland, Japan, Ástralía, þorskur og ljóskur.
Mér finnst það mjög áhugavert að það er hvergi nefnt viðræður Íslendinga við Japan til að fá lán. Nú sel ég það ekki dýrar en ég fékk það, en samkvæmt theage.com.au að þá eru stjórnvöld víst að því. Ætli það sé eitthvað leyndarmál? Annars getur það líka verið að þetta séu gamlar fréttir. Hvað veit ég? Bara nemi sem hefur ekki tíma að lesa fréttir, hvað þá horfa á þær..
en þetta er það sem ég fann á theage.com.au: http://business.theage.com.au/business/iceland-hopes-for-japanese-support-20081023-579l.html
Einnig las ég aðra grein á The Age, reyndar tekin úr Brisbane Times þar sem er verið að tala um að Ástralía gæti verið næsta Ísland vegna fasteignamarkaðarins þar. Í greininni er þessi frábæra klausa:
... Redeker continued: "There is a risk, however remote, that Australia could face some of the foreign funding difficulties we have seen in Iceland."
Iceland! Iceland was the most leveraged economy in the developed world when it became the first economy to be bankrupted by the credit crisis. You do not want to be mentioned in the same sentence as Iceland unless the discussion is fishing or blondes.
( http://www.brisbanetimes.com.au/articles/2008/10/19/1224351113115.html )
Justin sagði mér líka frá teiknimyndasögu sem hann fékk senda, eða sá á netinu. Þá voru einhverjir útlenskir business menn að ræða um stöðuna á íslandi. Annar þeirra segir "In Iceland they only have COD!" hinn segir "meaning that their economy can't be crashing that hard? seeing they have Cash On Demand" sá fyrrir horfir á hinn og segir "no no no... actual cod, you know the fish".
Skemmtilegt.
![]() |
Viðræður standa enn yfir við Rússa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 13. október 2008
Sunshine state og kínverska.
Það er komið og farið, árlega fjölskyldufríið mitt. Ég mamma og amma skelltum okkur til Florida í miðri kreppuni. Við lágum í sólbaði og ráfuðum í búðir. Allt frá því allra ódýrasta upp í það næst dýrasta, ég fór ekki í Tiffany's & Co, eða haute couture búðir í þetta skiptið. Það er samt svo gaman að skoða og máta Jimmy Choo skó og Prada kjóla.
Því miður hitti ég ekki Mikka Mús í þetta skiptið, kannski næst.
Ég hef ferðast þónokkuð eins og margir hverjir vita, Sanford flugvöllurinn í Orlando er hreinlega með þeim verstu sem ég hef farið á, og nú hef ég séð þá marga. Ég sakna þess að flúga í gegnum Orlando International Airport. Note to self, ef ég þarf að fara þarna í gegn aftur verð ég með nesti og smygla einhvernvegin inn vatni, einnig ætla ég að taka með mér Toilly Toilet seat covers sem Guðrún gaf mér einu sinni.
Nú er ég að svíkjast undan því að læra. Á að vera að skrifa úrdrátt úr tveim köflum til að auðvelda okkur próflestur. Ég ætti líka að vera byrjuð á ritgerð, og að læra öll táknin.
Annars var ég að velta þessum kínversku táknum fyrir mér. Þau eru þannig séð ekkert erfiðari en að nota okkar stafróf. Því það vefst fyrir mörgum, þar á meðal mér að stafsetja orð rétt, y og i, n og nn, r og s, j og ekki j, d og g rennur allt í eitt hjá mér. Og við þurfum náttúrulega að muna hvernig það á að stafsetja öll orðin. Og svo afhverju segji ég Kaupa, kauptu og keypti? Afhverju ekki kaupti? Eða frambjóðendur en ekki frambjóðönd?
Og í ensku, hvort ég eigi að skrifa með amerísku eða bresku z eða ekki z, to z or not z hefði Hamlet átt að segja.
Það er til gamans að nefna það að ég lærði svo mikið í fríinu mínu að bækurnar mínar bráðnuðu! Það er límið í kilinum, á meðan ég lá við sundlaugina í sól og hita að verða gyllt, þar sem ég verð aldrei brún. Ég hef verið mikið spurð síðustu 2 mánuði hvað í ósköpunum ég hafi verið að gera í Kambódíu allann þennan tíma fyrst ég er ekki brún, á landið ekki að vera rétt fyrir ofan miðbaug?
Er komið nóg hangs og slugs?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)