Man Day og fyrsta Gay Pride

Sæl nú,

Sigrún og Gústi hafa þá verið hér í viku. Við höfum gert alskonar. Farið á markaði, borðað mat, drukkið bjór, farið í strandarpartí á Lakeside inni á Moskito bar, Gústi hefur hrætt hórur vegna hæðar sinnar, og við héldum MANDAY hátíðlegann með öllu tilheyrandi. Ég vann Go-kartið, náið að lap-a Sigrúnu tvisvar sinnum, Gústa einu sinni og Kim næstum því þrisvar...ég þurfti að fara útaf brautinni því ég var búin að vinna. Svo skutu Sigrún og Gústi úr byssum, ég og Kim öskruðum bara. Fórum svo að ná í Jurriaan og skelltum okkur á box sem var allt í lagi. Happy hour var byrjaður þannig að um að gera að fá sér hressingu. Leigðum bát og sigldum í klukkutíma en urðum að sleppa Snowy's vegna þess að það ringdi og moldin er sleip og brekkan er brött sem þarf að klifra upp frá bátnum. Þá skildu leiðir okkar en bara í smá stund því við hittumst aftur og borðuðum skítugann indverja. Nokkrum drykkjum var slátrað áður en við héldum í mjög manly karíókí. Eftir að hafa sungið eins og stungnir grísir í klukkutíma leituðum við uppi bestu girlie barina. Knickers and Liquors var að loka þegar við komum þangað. En stelpurnar þekkja mig þannig að þær opnuðu bara aftur fyrir okkur og sýndu súludans og nudduðu okkur. ...Allt í allt mjög góður dagur og kvöld og nótt.
Ég og Sigrún áttum svo frekar stelpulegann dag í gær á meðan Gústi svaf. Við Sigrún vorum svo ferlega hressar þegar við vöknuðum, eftir að hafa sofnað aftur eftir að hafa verið vakin af helv... kallbjálfanum sem ég leigi hjá. Hvers konar brandari er það að byrja framkvæmdavinnu á íbúðinni sinni klukkan 7:30 á sunnudagsmorgni?!?! Ég fór fram á gang með hárið út í loftið og steitti hnefann og horfði illilega á grey þrælana sem urðu að vinna á svo syndsamlegum tíma. Fancy börger, boutiques og pedicure.

Núna þarf ég að klára að pakka öllu mínu, sem eru nú bara 5 kassar og ferðataska, og pakka bikini-inu í aðra tösku, fara á ströndina og flytja á laugardaginn.

Annars er það skemmtileg tilviljun að fyrsta Gay Pride í Kambódíu er akkúrat vikuna sem kóngurinn á afmæli. Það hafa lengi verið orðrómar um að kóngurinn sem samkynhneigður þannig að kannski kemur hann úr skápnum núna. Við reyndar missum af þessum herlegheitum því við förum á ströndina á miðvikudaginn eftir vinnu hjá mér, og Sigrún og Gústi þurfa að vakna eldsnemma á sunnudaginn til að fara til Íslands...kannski mér takist að plata þau í Gay Pride Partí á Pontoon. Alvöru bakpokaferðamenn fara hálf fullir og hálf þunnir í rútur og flug...þannig að afhverju ekki þau.

Oh við sjáum til.

Jæja,
ég ætla að klára að pakka íbúðinni minni.. hlakka svo til að flytja og fá Justin minn heim.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

YAY FOR MANDAY!

Gummi Kári (IP-tala skráð) 11.5.2009 kl. 11:16

2 Smámynd: Erna Eiríksdóttir

það sem gummi sagði

og ef mér tekst að vera jafn hress á sunnudagsmorgninum sem við förum, rétt eins og síðasta sunnudag, þá hef ég ekkert á móti því að tjékka á gay pride!! kommon! historical event hérna! :D

Erna Eiríksdóttir, 12.5.2009 kl. 11:44

3 identicon

Kambódía er greinilega klárlega málið, algjörlega með þetta  maður spyr sig sko.

Hussband (IP-tala skráð) 13.5.2009 kl. 18:13

4 Smámynd: Erna Eiríksdóttir

A eg ad taka tvi sem thu sert ad koma i heimsokn Gudrun? :D

Erna Eiríksdóttir, 14.5.2009 kl. 10:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband