Mánudagur til mæðu.

Laugardagskvöldið var rosalegt. Við gerðum nú ekki mikið í gæsuninni nema að drekka kokkteila og annan kjánaskap. En það var dansað. Bert Bevans var með súrpræs sjóv á Pontoon. Bert er voða frægur diskaþeytari, hann spilaði t.d. á studio 54 þegar það var sem heitast og var einn fyrsti snúður ministry of sound (http://www.disco-disco.com/djs/bert.shtml). Rosa gaman að dansa við góða tóna og mix til tilbreytingar, því flestir plötusnúðar sem spila í PP eru frekar lélegir. Síðast þegar Bert spilaði sökk Pontoon. Ég held að báturinn hafi ekki sokkið núna, hann var allavega ennþá á floti þegar ég fór heim og ég hef ekki heyrt neitt síðann.

Annars fékk ég frábærar fréttir frá Kim vinkonu/kennarinn á NACA sem ég fann, hún ætlaði upphaflega að fara aftur til Ástralíu eftir mánuð en hefur ákveðið að fá sér starf sem leikskólakennari og vera áfram hér í einhvern óákveðinn langann tíma, allavega til áramóta.

Sunnudagur fór svo bara í almenna leti. Las góða bók og horfði á DVD og borðaði popp og nammi og talaði við Justin lengi lengi.

Af einhverri ástæðu vaknaði ég klukkan 5:30 í morgun. Gæti verið því ég gerði það líka síðasta mánudag.. og alltaf þegar ég þarf að fara á flugvöllinn er það eldsnemma á morgnanna. Var voða spræk í morgun og sé eiginlega eftir því að fara ekki út að hlaupa eða í eróbik tíma á riverside. Sópaði bara í staðinn og var mætt í vinnuna allt of snemma. Ég og Anna, hinn kennarinn hjá Smart kids erum að setja upp nýtt dans og söng prógram fyrir krakkana, það á að vera opin dagur í lok skólaársins og við ætlum að setja upp smá sýningu. Svo af því að ég nennti ekki heim í hádegis hléinu mínu (sem er núna fór ég á markaðinn og fékk fót- og handsnyrtingu á 75 cent. Núna er bíð ég eftir að blund tíminn verði búin til að ég geti kennt myndmennt. Svo fer ég með Adele, vinkonu minni, á flugvöllinn, mamma hennar er að koma í sama flugi frá Bangkok og Sigrún og Gústi.

Kominn tími á nýtt dagatal? Já það held ég!
Í dag: Sigrún og Gústi koma!
Á morgun: Stranda teiti á Moskito í tilefni afmæli Dee, vinar míns.
Miðvikudagur: sendi Sigrúnu og Gústa til Siem Reap
Föstudagur: Sigrún og Gústi koma aftur.
Laugardagur: MAN DAY! með öllu tilheyrandi.
11/12/13 maí: flytja!
14 maí: Sihanoukville eftir vinnu í vegna þess að kóngurinn á afmæli.
Föstudagur/laugardagur: Phnom Penh.
17. maí: Sigrún og Gústi fara frá mér.
23 maí: Justin kemur heim.
Júní: Steinunn kemur til Phnom Penh.
Júlí: Dita systir mín í Indónesíu kemur í heimsókn?
21. júlí: Ég á afmæli!
Ágúst: Ísland?
September: Bylgja kemur í heimsókn
2. Október: Justin á afmæli!
Einhverntíman: löng helgi í Kampot/Kep

Jæja, ég þarf að fara aftur í skólann að vekja krílin mín. Við ætlum að búa til glimmer pappírsdúka og svo eldum við eitthvað kambódískt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ágúst: ÍSLAND! og teiti hart :)

Inga! (IP-tala skráð) 4.5.2009 kl. 10:44

2 identicon

omg ég er totallly her!! :D

spira (IP-tala skráð) 4.5.2009 kl. 14:00

3 identicon

Fyndið að vera neyddur svona til að commenta

En þetta er svo besta plan sem ég hef séð á ævinni! Ég sé ekki eftir neinu! :D

Next up: MAN DAY!

Gústavo (IP-tala skráð) 8.5.2009 kl. 16:53

4 identicon

Hæ hæ fann blogið þitt í gegnum fb og kunni nú ekki við annað en að kvita eftir að vera búin að lesa ótrúlega mikið á nú ábyggilega eftir að fylgjast meira með þér ótrúlega skemmtilegt... og skemmir nú ekki að þú ert að tala um staði sem ég er annaðhvort búin að vera á eða er á leiðinni á ;)

Gangi þér vel með allt

Rakel úr ármúla (IP-tala skráð) 14.5.2009 kl. 15:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband