Góðann daginn get ég aðstoðað?

Þá er ég hætt í Máli og menningu... í 3ja skiptið. Gærdagurinn var góður, seldum alveg heil lifandis ósköp af bókum og spilum, hillurnar voru hálf tómar í nótt þegar við lokuðum á miðnætti, við unnum líka! Það er BMM seldi laaang mest :D Ég held ég hafi setið í svona 15 mínótur af deginum í gær eftir að ég mætti til vinnu, og mikil ósköp að ég er fegin að ég hafi ekki farið í hæla..þá fengi ég eflaust aldrei tilfinningu aftur í fæturnar.

Jólasveinninn gaf mér í sokkinn í nótt, því ég er búin að vera svo þæg og góð þetta árið. Ferlega fínt konfekt frá Anthon Berg og jólastafur bíðu mín í hádeginu þegar ég vaknaði.
Og ég er búin að opna eina jólagjöf, reyndar tvær... en frá mömmu og óla fékk ég iPod í nóvember og frá mér til mín fékk ég ný gleraugu, eitthvað sem mig er búið að langa í lengi.
Þegar ég var lítil fékk ég svo roooosalega mikið af pökkum að það tók allann daginn, einn á c.a. 2ja tíma fresti og svo á milli hvers réttar eftir klukkan 6 og svo margir klukkutímar í pakkaopnun, núna er þetta allt búið fyrir klukkan 9. En ég held svo mörg jól í ár. Ein með mömmu, óla og ömmu, ein með pabba, mömmu og systur minni, nokkur jólaboð í sveitinni með ömmum og öfum og föður og móður systkinum, ein með krökkunum á NACA, ein með Justin.

Eitt stykki brjáluð tilviljun! Charlie hélt að ég myndi flúgja út á föstudaginn (26.des) og allt í lagi með það, svo var ég að tala við hana í fyrra dag og sagði henni að endilega koma á Heathrow til að halda mér félagsskap í transit-inu mínu á mánudaginn, er þá ekki Charlie bara líka að flúgja til Kambódíu á mánudaginn!! Og það munar 2 tímum á fluginu okkar. Ég var að spá í Cathay Pacific sem Charlie tekur en ákvað að borga 30 pundum meira til að flúgja með Singapore air og þurfa ekki að vera í 12 tíma transitti í Bangkok. En ætli við hittumst ekki á Heathrow. Mér finnst þetta alveg ótrúleg tilviljun!

Ég ætla að klára að pakka in gjöfunum..ég hef aldrei verið svona sein að þessu.
Ég var svo þreytt áðan í sturtunni að hún breyttist í heitt bað og ég spurði mömmu hvort að það væri ekki hægt að halda jólin inn á baði ef ég færi bara í nýja bikini-ið mitt. Það var ekkert sérlega vel tekið í það, augljóst að ég er ekki lengur litli króinn hennar mömmu sinnar..

Takk fyrir og Gleðilega hátið :) ..NÆSTI GJÖRI SVO VEL!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband